Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 23. júlí 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænskur markvörður verður arftaki Alisson
Á leið til Rómar.
Á leið til Rómar.
Mynd: Getty Images
Roma er búið að finna arftaka Alisson sem fór til Liverpool í síðustu viku. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir Alisson sem gerir hann að dýrasta markverði sögunnar.

Það verður erfitt að fylla í skarð Alisson hjá Roma en samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð verður sænska landsliðsmarkverðinum Robin Olsen falið það verkefni.

Hinn 28 ára gamli Olsen var strax sá leikmaður sem Roma vildi fá í staðinn fyrir Alisson.

Samkvæmt Football-Italia er Roma að fara að greiða FC Kaupmannahöfn 12 milljónir evra fyrir Olsen.

Olsen var aðalmarkvörður Svíþjóðar á HM og stóð sig þar með prýði er Svíar komust í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner