Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 23. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Valur Íslandsmeistari annað árið í röð?
Valskonur geta klárað dæmið á morgun
Valskonur geta klárað dæmið á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna um helgina en það er góður möguleiki á því að Valur verði Íslandsmeistari annað árið í röð er liðið heimsækir Aftureldingu.

Valur er með sex stiga forystu á Breiðablik þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Liðið spilar við Aftureldingu á morgun klukkan 14:00 á Malbikstöðinni að Varmá. Valur þarf aðeins eitt stig til að vinna annað árið í röð. Ef Afturelding tapar leiknum er ljóst að liðið fellur niður í Lengjudeildina með KR.

Þá klárast 2. deild kvenna en það er allt ráðið þar. Fram og Grótta fara upp í Lengjudeildina

Leikir helgarinnar:

föstudagur 23. september

2. deild kvenna - Efri hluti
19:15 Grótta-ÍR (Vivaldivöllurinn)

laugardagur 24. september

Besta-deild kvenna
14:00 Afturelding-Valur (Malbikstöðin að Varmá)

2. deild kvenna - Efri hluti
15:00 Fram-Völsungur (Framvöllur - Úlfarsárdal)
15:00 ÍA-KH (Norðurálsvöllurinn)

2. deild kvenna - Neðri hluti
12:00 Álftanes-Sindri (OnePlus völlurinn)
14:00 Einherji-ÍH (Vopnafjarðarvöllur)

sunnudagur 25. september

Besta-deild kvenna
14:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
14:00 Selfoss-Breiðablik (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Þór/KA-Stjarnan (SaltPay-völlurinn)
14:00 Þróttur R.-KR (AVIS völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner