Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 23. september 2022 18:04
Brynjar Ingi Erluson
U21 umspil: Svekkjandi tap gegn Tékkum í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland U21 1 - 2 Tékkland U21
1-0 Sævar Atli Magnússon ('26 , víti)
1-1 Matej Valenta ('33 )
1-2 Václav Sejk ('70 )
Lestu um leikinn

Íslenska U21 árs landsliðið tapaði fyrir Tékklandi, 2-1, í fyrri leik þjóðanna í umspili fyrir Evrópumótið en leikurinn fór fram á Víkingsvelli í dag.

Byrjunin lofaði góðu. Sævar Atli Magnússon vann vítaspyrnu á 25. mínútu er hann reyndi fyrirgjöf sem fór í höndina á varnarmanni Tékklands og vítaspyrna dæmd. Sævar fór sjálfur á punktinn og skaut föstu skoti í vinstra hornið og sendi markvörð Tékka um leið í vitlaust horn.

Forystan varði ekki lengi. Matej Valenta skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá hægri og staðan jöfn, 1-1.

Tékkar komust í dauðafæri undir lok fyrri hálfleiksins eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu en skotið yfir markið.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok kom sigurmark Tékka. Vaclac Sejk skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. Íslenska liðið reyndi að þrýsta inn jöfnunarmarki undir lokin en það kom aldrei.

Tékkar vinna því 2-1 sigur en það er þó engin þörf að örvænta. Nú er það að fara til Tékklands og sækja sigur. Seinni leikurinn er á þriðjudag á Stadion Strelecky ostrov-leikvanginum.
Athugasemdir
banner
banner