Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 14:11
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Þurfum ekki að vinna en viljum vinna
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Porto í Meistaradeildinni á morgun. Liverpool hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður að því á fréttamannafundi hvernig væri að undirbúa liðið fyrir svona leik?

„Það er ekki erfitt. En þegar þú semur við Liverpool, sem þjálfari eða leikmaður, þá er pressan á þér að vinna alla leiki. Það er aðeins öðruvísi að við þurfum ekki að vinna leikinn á morgun en við viljum vinna hann," segir Klopp.

„Vonandi gefur það okkur frjálsræði til að spila vel. Síðan ég tók við höfum við venjulega þurft að berjast til loka riðilsins til að komast áfram en það er öðruvísi. En í huga mér núna er að við ætlum að reyna að vinna leikinn á morgun."

Klopp ýjar að því að Jordan Henderson og Andy Robertson verði hvíldir í leiknum á morgun en þeir eru nýkomnir upp úr meiðslum.

„Báðir eru í lagi en þetta snýst um að vera 100%. Við þurfum að hafa leikjaálagið sem er framundan í huga," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner