Mathias Rosenörn, fyrrum markvörður Keflavíkur og Stjörnunnar, er í dag sterklega orðaður við FH í danska miðlinum Tipsbladet.
Rosenörn er danskur markvörður, 31 árs, og kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2023 eftir að hafa gert frábæra hluti með KÍ Klaksvík í Færeyjum þar sem hann setti met yfir fæst mörk fengin á sig. Hann hefur verið án félags síðan í september þegar hann og Stjarnan náðu samkomulagi um riftun á samningi en hann hafði skrifað undir þriggja ára samning í Garðabænum fyrir tímabilið 2024.
Rosenörn er danskur markvörður, 31 árs, og kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2023 eftir að hafa gert frábæra hluti með KÍ Klaksvík í Færeyjum þar sem hann setti met yfir fæst mörk fengin á sig. Hann hefur verið án félags síðan í september þegar hann og Stjarnan náðu samkomulagi um riftun á samningi en hann hafði skrifað undir þriggja ára samning í Garðabænum fyrir tímabilið 2024.
Tipsbladet segir að Rosenörn sé nálægt því að semja við FH.
„Ég get staðfest að það er mikill áhugi frá íslenskum félögum sem hafa séð gæði Mathias, þar á meðal er FH, og við vonumst til að finna félag fyrir hann fljótlega," segir Anders Hansen sem er umboðsmaður Rosenörn.
Tveir markverðir vörðu mark FH á síðasta tímabili. Sindri Kristinn Ólafsson var aðalmarkvörður og Daði Freyr Arnarsson leysti hann af í nokkrum leikjum. Báðir eru þeir áfram samningsbundnir félaginu en samningar þeirra beggja renna út eftir tímabilið 2025. Fyrr í vetur var markvörðurinn Jökull Andrésson orðaður við FH en hann samdi í kjölfarið við Aftureldingu.
Athugasemdir