Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Yamal enn í sigti PSG
Lamine Yamal
Lamine Yamal
Mynd: Getty Images
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona á Spáni, er enn efstur á blaði franska stórliðsins Paris Saint-Germain en svo segir franska blaðið L'Equipe í dag.

Yamal, sem er 16 ára gamall, er þrátt fyrir ungan aldur kominn með fast sæti í byrjunarliði Börsunga.

Hann hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bæði deild- og bikar, en hann er einnig orðinn fastamaður í spænska landsliðinu.

Paris Saint-Germain hefur sýnt honum mikinn áhuga síðustu mánuði og hefur Joan Laporta, forseti Barcelona, sagst hafa hafnað 200 milljóna evra tilboði í kappann. L'Equipe segir að PSG sé alvara, en það má þó ekki gleymast að kaupákvæðið í samningi Yamal hljóðar upp á einn milljarð evra.

Þar er væntanlega verið að tala um tilboð frá PSG, sem ætlar að gera allt til að fá hann í sumar. Börsungurinn Luis Enrique er þjálfari PSG og mikill aðdáandi Yamal.

PSG er að vonast til þess að umboðsmaður Yamal muni vega þungt í viðræðunum en það er Portúgalinn Jorge Mendes, sem er með á annan tug leikmanna hjá báðum félögum.
Athugasemdir
banner