Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 24. maí 2021 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að Liverpool sé að kaupa Konate
Mynd: Getty Images
Liverpool er að kaupa varnarmanninn Ibrahima Konate frá RB Leipzig í Þýskalandi.

Ítalski fjölmiðlmaðurinn Fabrizio Romano, sem er alltaf áreiðanlegur, gengur svo langt að staðfesta þetta.

„Hann mun ganga til liðs við Liverpool fljótlega. Það náðist persónulegt samkomulag í apríl um samning til júní 2026," sagði Romano á Twitter.

Talið er að Liverpool borgi 35 milljónir evra fyrir Konate.

Konate er 21 árs gamall og hefur verið á mála hjá Leipzig frá 2017. Hann spilaði með U21 landsliði Frakka í riðlakeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði.

Romano segir að það sé ólíklegt að Liverpool kaupi Ozan Kabak, sem hefur verið í láni hjá félaginu frá Schalke.

Liverpool hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner