Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. ágúst 2021 09:22
Elvar Geir Magnússon
Atli Viðar um markið sem var dæmt af Leikni: Átti að standa
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir og HK gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max-deild karla í gær. Í fyrri hálfleik kom Leiknir boltanum þó í markið en Þorvaldur Árnason dómari dæmdi markið af.

Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að Þorvaldur hafi gert mistök með því að dæma markið af.

Bjarki Aðalsteinsson skallaði boltann inn eftir hornspyrnu en Þorvaldur dæmdi markið af því hann taldi að Sólon Breki Leifsson, sóknarmaður Leiknis, hefði haft áhrif á markvörð HK-inga úr rangstæðu.

Atli Viðar segir að markið hafi verið löglegt.

„Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey (markvörð HK) er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átti þetta mark að standa fyrir mína parta," segir Atli Viðar.

HK er í fallsæti með fjórtán stig en Leiknir er með átta stigum meira í sjöunda sætinu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner