Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 24. ágúst 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar gæti farið frá FH - „Getum ekki krafist peninga fyrir hann"
Við getum ekki krafist peninga fyrir hann, samningurinn er þannig
Við getum ekki krafist peninga fyrir hann, samningurinn er þannig
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ef það kemur upp eitthvað spennandi hjá honum sem hann vill kýla á þá bara gerist það
Ef það kemur upp eitthvað spennandi hjá honum sem hann vill kýla á þá bara gerist það
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi Hrafn hefur í talsverðan tíma, þrátt fyrir ungan aldur, verið í stóru hlutverki hjá FH.
Logi Hrafn hefur í talsverðan tíma, þrátt fyrir ungan aldur, verið í stóru hlutverki hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daði í markinu á laugardag?
Daði í markinu á laugardag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson samdi við FH í síðasta mánuði á þeim forsendum að hann gæti farið erlendis ef heillandi tilboð kæmi þaðan. Viðar Ari sneri aftur í FH fimm árum eftir að hafa leikið þar á láni frá norska félaginu Brann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Viðar m.a. verið einn allra besti leikmaður norsku deildarinnar og spilað í Ungverjalandi.

Viðar er 29 ára hægri kantmaður sem getur leyst fleiri stöður á vellinum.

Viðar kom til FH frá Honved í Ungverjalandi, var tilkynntur sem nýr leikmaður FH á lokadegi síðasta mánaðar. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög á Norðurlöndunum áhuga á því að fá Viðar í sínar raðir. Félagaskiptaglugginn þar lokar í lok mánaðarins.

Vissum hvað við værum að fara út í
„Hann hefur möguleikann á því að fara, samningurinn er þess eðlis. Ég hef ekkert heyrt neitt að svo stöddu, en það gæti eitthvað komið upp, gæti komið upp 30. ágúst og við getum ekkert gert í því. Síðast þegar ég talaði við Viðar þá var ekki komið neitt konkrít. Við yrðum mjög glaðir með að halda honum, en ef það kemur upp eitthvað spennandi hjá honum sem hann vill kýla á þá bara gerist það og við dílum bara við það. Við vissum hvað við værum að fara út í þegar við ákváðum að ná í hann," sagði Davíð Þór Viðarsson við Fótbolta.net en hann er yfirmaður fótboltamála hjá FH.

„Við þurfum alltaf að samþykkja skiptin í félagaskiptakerfi FIFA. Hann getur ekki bara hoppað í burtu og farið, við munum alltaf vita af því."

Hann færi þá á frjálsri sölu? „Já, við getum ekki krafist peninga fyrir hann, samningurinn er þannig."

Sjá einnig:
Vilja fá Viðar Ara aftur til sín - „Horfi klárlega út fyrir landsteinana"

„Finnst það persónulega dálítið skrítið"
Logi Hrafn Róbertsson hefur í talsverðan tíma verið álitinn efnilegasti leikmaður FH. Er áhugi erlendis frá á Loga?

„Ég held það sé alltaf einhver áhugi á honum erlendis frá, en það hefur ekkert gerst í því ennþá. Mér finnst það persónulega dálítið skrítið, en það er bara eins og það er. Við áttum okkur á því að hann hefur bæði hæfileikana og metnaðinn í að spila erlendis. Það er eitthvað sem við vitum af og erum að reyna hjálpa honum að láta gerast. Hvort það verði núna fyrir þessi gluggalok eða í næsta glugga, það á bara eftir að koma í ljós. Þó svo að hann sé kominn með ansi mikla reynslu í efstu deild þá er hann bara 19 ára. Honum liggur kannski ekkert á, en auðvitað skilur maður að þegar þú ert búinn að standa þig vel bæði með U19 og U21 landsliðunum - og hann áttar sig á því að hann hefur getuna í að fara erlendis - þá skilur maður að hann vilji láta það verða að veruleika. Bæði hann og við erum rólegir, hann er á fínum stað þar sem hann er í dag, spilar mjög mikið og er að bæta sig sem leikmaður."

Getur leyst báðar stöður
Hvort er hann miðjumaður eða hafsent? Eða bæði?

„Hann mun örugglega allan ferilinn eitthvað aðeins að flakka á milli. Hann hefur nýst okkur ótrúlega vel inn á miðjunni, hefur nýst landsliðunum mjög vel í hafsentnum. Við hofum á hann sem bæði eins og staðan er í dag; hefur leyst báðar stöður fyrir okkur. Það hafa verið meiðsli í vörninni og hann hefur þurft að hoppa þar inn og gert það vel. Við höfum alltaf litið á hann hjá okkur sem miðjumann, hans hæfileikar hafa nýst okkur mjög þar. Þú verður að spyrja hann út í hvað hann verður í framtíðinni."

Ekki búið að taka ákvörðun með Sindra
Hefur verið tekin ákvörðun hvort Sindri Kristinn Ólafsson, sem meiddist gegn HK í síðasta leik, spili gegn Val á laugardag?

„Nei, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Eins og staðan er núna þá erum við aðeins að skoða hvort það sé einhver möguleiki á því að hann geti spilað. Það er gert í samráði við sjúkraþjálfara og lækna."

„Ef hann getur ekki spilað, þá erum við með varamarkmann sem er með fína reynslu úr efstu og næst efstu deild og hefur sýnt það áður að hann hefur gæðin í að spila þar. Ef Sindri er ekki klár þá hef ég engar áhyggjur af því, veit að Daði Freyr Arnarsson verður klár í slaginn og kitlar örugglega í puttana að fá að standa í markinu í alvöru leik,"
sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner