Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 11:28
Magnús Már Einarsson
Nökkvi til Valerenga á reynslu - Æfði með FH í sumar
Nökkvi í leik með Dalvík/Reyni í sumar.
Nökkvi í leik með Dalvík/Reyni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi Þeyr Þórisson, sóknarmaður Dalvíkur/Reynis fer í næstu viku til norska félagsins Valerenga á reynslu. Þetta kemur fram á heimasíðu Dalvíkur/Reynis.

Hinn 19 ára gamli Nökkvi mun skoða aðstæður hjá Valerenga og æfa með aðalliði félagsins í viku.

Nökkvi og tvíburabróðir hans Þorri komu til Dalvíkur/Reynis í vor eftir dvöl hjá Hannover í Þýskalandi.

Valerenga er sem stendur í 7. sæti efstudeildar í Noregi. Hjá félaginu er einn Íslendingur en það er HM-farinn Samúel Kári Friðjónsson. Stjóri liðsins er Ronny Deila en hann hefur m.a. verið hjá stórliði Celtic.

Pepsi-deildar félög hér á landi hafa einnig fylgst náið með bræðrunum Þorra og Nökkva og fóru þeir meðal annars í vikutíma á reynslu til FH núna í sumar.

Nökkvi skoraði tíu mörk þegar Dalvík/Reynir vann 3. deildina í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner