Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2022 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Ísrael búið að vinna íslenska riðilinn og möguleikar okkar úr sögunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Ísrael er búið að vinna riðil Íslands í Þjóðadeildinni eftir 2-1 sigur á Albaníu í kvöld. Ísrael er þar með komið í átta stig eftir alla fjóra leiki riðlakeppninnar en Ísland og Albanía sitja eftir með leik til góða.


Strákarnir okkar eru með þrjú stig eftir þrjú jafntefli á meðan Albanir eru aðeins með eitt stig eftir tvo tapleiki gegn Ísrael. Ísland á eftir að spila við Albaníu um annað sætið sem er upp á lítið annað en stoltið. Draumurinn um að sá leikur yrði úrslitaleikur um sæti í A-deild er úti.

Ísrael er þar með búið að tryggja sig í úrslitakeppni B-deildar auk þess að vera búið að tryggja sér sæti í A-deild á næsta ári.

Ísrael 2 - 1 Albanía
1-0 S. Weissman ('46)
1-1 M. Uzuni ('88)
2-1 T. Baribo ('92)

Skotland og Serbía unnu einnig sína leiki í B-deildinni og eiga úrslitaleiki framundan um toppsætin. Skotland lagði nágranna sína frá Írlandi að velli á meðan Serbar rúlluðu yfir Svía.

Ryan Christie gerði sigurmark Skota úr vítaspyrnu á 81. mínútu eftir þokkalega jafnan leik.

Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, lék á alls oddi í sigri Serbíu þar sem hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu eftir að gestirnir frá Svíþjóð höfðu tekið forystuna.

Viktor Claesson kom þeim sænsku yfir eftir stundarfjórðung en Mitrovic var snöggur að svara og staðan orðin 2-1 í leikhlé. Mitrovic setti þriðja markið í síðari hálfleik áður en Sasa Lukic kláraði dæmið.

Stórstjarnan Dusan Vlahovic var í byrjunarliði Serba og lagði eitt mark upp fyrir Mitrovic. Dusan Tadic, Darko Lazovic og Andrija Zivkovic áttu einnig stoðsendingar. Dejan Kulusevski lagði mark Svía upp.

Skotland 2 - 1 Írland
0-1 John Egan ('18)
1-1 Jack Hendry ('50)
2-1 Ryan Christie ('81, víti)

Serbía 4 - 1 Svíþjóð
0-1 Viktor Claesson ('15)
1-1 Aleksandar Mitrovic ('18)
2-1 Aleksandar Mitrovic ('45)
3-1 Aleksandar Mitrovic ('50)
4-1 Sasa Lukic ('70)


Athugasemdir
banner
banner