Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. janúar 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Pottþétt eitthvað að gerast bakvið tjöldin hjá Tottenham"
Mynd: Getty Images
„Jose Mourinho er með lykilmanninn Harry Kane meiddan og þarf að vinna í kringum það en það er komin þreyta í hóp Tottenham," sagði Jermaine Beckford, fyrrum framherji Leeds United snemma leiks Tottenham og Southampton á Final Score þjónustu BBC.

Tottenham og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í dag. Heung-min Son og Sofian Boufal skoruðu mörkin. Beckford hélt áfram:

„Það hafa ekki verið gerðar stórar breytingar á hópnum í nokkur ár svo það er kannski eitthvað kæruleysi komið í hóp liðsins. Það er pottþétt eitthvað að gerast bakvið tjöldin hjá Tottenham og hefur félagið gert vel að halda því innan félagsins.

„Allir leikmennirnir eru fagmenn. Jose mun ekki láta neitt rugl viðgangast. Ef hann þarf að gera einhverjar breytingar mun hann gera þær jafnvel þó það valdi einhverju uppþoti,"
sagði Beckford að lokum.
Athugasemdir
banner