Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Helgi Agnarsson (KFG)
Helgi Snær í leik með KFG.
Helgi Snær í leik með KFG.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Helgi Snær var spilandi þjálfari Einherja aðeins 21 árs gamall.
Helgi Snær var spilandi þjálfari Einherja aðeins 21 árs gamall.
Mynd: Einherji
Það þarf að koma honum á framfæri aftur.
Það þarf að koma honum á framfæri aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mátti ekki vera með jafnöldrum sínum í battabolta.
Mátti ekki vera með jafnöldrum sínum í battabolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðarlegur í bakverðinum.
Heiðarlegur í bakverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði með Magna sumarið 2020.
Spilaði með Magna sumarið 2020.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Karamellu húðaði sykurpúðinn.
Karamellu húðaði sykurpúðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Franz Sigurjónsson úr Heimaey.
Franz Sigurjónsson úr Heimaey.
Mynd: Þróttur R.
Helgi Snær er fæddur 1999 og uppalinn hjá Stjörnunni en hann hefur alls spilað 150 KSÍ-leiki og skorað í þeim átta mörk. Helgi Snær er óhræddur við ævintýrin en sumarið 2021 fór hann 21 árs gamall og tók við Einherja á Vopnafirði sem spilandi þjálfari.

Hann spilaði þá með Magna á Grenivík sumarið 2020 en hann hefur einnig leikið með Fjölni, ÍR, Vængjum Júpiters og Þrótti Vogum á ferli sínum ásamt því að hafa spilað núna með KFG frá því í fyrra. Í dag sýnir Helgi á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Helgi Snær Agnarsson

Gælunafn: Ekkert sérstakt

Aldur: 25 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2018 fyrir ÍR, var á kantinum og vildi losa mig við boltann sem fyrst

Uppáhalds drykkur: Panodil Hot

Uppáhalds matsölustaður: Réttur hjólarans á Saffran er alvöru eldsneyti

Uppáhalds tölvuleikur: COD

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já, því miður, ekkert til að monta sig af þessa stundina

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones er sá besti, Inbetweeners og Rick and Morty fyrir einhverja þvælu

Uppáhalds tónlistarmaður: Þessa dagana er ég að hlusta íslenska goon tónlist, annars Birnir bestur og Hozier þegar ég er extra mjúkur

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta reglulega á þá óreglulegu frændur í Gula spjaldinu

Uppáhalds samfélagsmiðill: Þetta er Instagram og Snapchat helst

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Hættur að fara inn á Kelduna, það er ekki ánægjulegt lengur. Það er kannski bara urslit.net þegar neðri deildirnar byrja.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gunni Samloka, hands down, það þarf að koma honum á framfæri aftur

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Bifrost.is Könnun um óstaðbundin störf, einhver linkur

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kristófer Ingi mátti ekki vera með jafnöldrum sínum í battabolta í den, hann var svo góður, það eru ákveðnir yfirburðir.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Halls fótboltalega séð, Bernharður Massaður Guðmundsson fyrir stemningu

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðbjörn Smári kleip mig í innkasti á pre-season, það var óþolandi. Annars halda flestir sig á mottunni og ég er oftar sá sem er að kítast, en klíp aldrei!

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Nær fyrirmyndin var Jói Lax heiðarlegur í bakverðinum og fjær fyrirmyndin var galdrageitin Ronaldinho

Sætasti sigurinn: Grýluvöllurinn 7.september 2023, 3-5 sigur á Hamar til að tryggja dollu í fjórðu deildinni þar sem ég þaggaði í mínu sunnlensku höturum með minni frammistöðu og danssporum.

Mestu vonbrigðin: Falla með Magna árið 2020 þegar mótinu var slaufað sökum Covid.

Uppáhalds lið í enska: Ekkert, ég hætti að halda með United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Sölva Snæ út úr retirement og myndi planta honum á miðjuna með mér.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Sigurður þyngdarpunktur Breki

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Axel Freyr karamellu húðaði sykurpúðinn

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Elva Björk áhuga leikmaður

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Gera legghlífar valfrjálsar? Hver eru legghlífa lögin? Bara kaffibollar og ehv drasl sem er þarna inn á. Pæling!

Uppáhalds staður á Íslandi: Friðsældin á Arnarstapa

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Áhorfandi/áhorfendur hafa reynt að hrækja á mig á meðan leik stóð.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Betra að byrja á móti vindi að þjást, er það hjátrú? Líklegast ekki

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég ranka við mér í play-offs í körfunni, pílan er stemning í desember og hóflegir skákleikir eru skemmtilegir.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas einhverju

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Eðlis- og efnafræðin eru ekki mín fög

Vandræðalegasta augnablik: Útileikur á Dalvík, gleymdi linsunum mínum fyrir sunnan og liðsstjórinn þurfti að keyra til Akureyrar að kaupa linsur fyrir mig, vont að segja the gaffer að linsurnar hefðu gleymst.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi elda fræga kjúllaréttinn minn með sætu og bjóða Tam af Eyrinni (Tómas Arnarsson), Franza (Sigurjónsson) úr Heimaey og Sandaranum Konna Ragg.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Franz Sigurjónsson, hann er með svona öðruvísi frasa, talar ekki undir rós, kemur til dyranna eins og hann er klæddur og skefur ekkert ofan af hlutunum.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi henda tvíburunum Arnari og Atla í einhverja ástarseríu þar sem þeir berjast um ást og umhyggju einhverjar stúlku. Þar væri nóg rifist (á óskiljanlegn hátt, þar sem þeir bræður eru fremur þvöglumæltir) og án efa skemmtilegt áhorf.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Yngsti meistaraflokks þjálfari sögunnar (í fjórum efstu deildunum er varnaglinn).

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Tómas Orri, hvað hann er miskunnarlaus.

Hverju laugstu síðast: Hreinlega veit það ekki.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tapa

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Brján Breka út í hans bestu djammsögu

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Líf og fjör bara
Athugasemdir
banner