Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
föstudagur 25. apríl
Championship
Stoke City - Sheffield Utd - 19:00
Bundesligan
Stuttgart - Heidenheim - 18:30
Frauen
Potsdam W 0 - 2 Bayer W
WORLD: International Friendlies
Andorra U-16 2 - 1 San Marino U-16
Albania U-16 1 - 2 Kosovo U-16
Netherlands U-16 3 - 0 China PR U-16
Serie A
Atalanta - Lecce - 18:45
Toppserien - Women
Bodo-Glimt W 1 - 2 Honefoss W
Úrvalsdeildin
Dynamo Mkh 1 - 3 FK Krasnodar
Elitettan - Women
Ekkert mark hefur verið skorað
Hacken-2 W 0 - 0 Jitex W
fös 25.apr 2025 13:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 10. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. KFG úr Garðabæ er spáð tíunda sætinu.

KFG fagnar marki í fyrra.
KFG fagnar marki í fyrra.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Veigar Páll er á leið inn í sitt annað tímabil með KFG.
Veigar Páll er á leið inn í sitt annað tímabil með KFG.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnar Barðdal getur svo sannarlega skorað mörk í þessari deild.
Jón Arnar Barðdal getur svo sannarlega skorað mörk í þessari deild.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Ingi er öflugur leikmaður.
Arnar Ingi er öflugur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Thor Ingason, leikmaður til að fylgjast með.
Guðmundur Thor Ingason, leikmaður til að fylgjast með.
Mynd/Stjarnan
Tómas Orri hefur lengi verið mikilvægur hluti af liði KFG.
Tómas Orri hefur lengi verið mikilvægur hluti af liði KFG.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Hvað gerir KFG í sumar?
Hvað gerir KFG í sumar?
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

10. KFG
Knattspyrnufélag Garðabæjar hefur síðustu árin náð að festa sig í sessi í 2. deild og er það virkilega gott fyrir unga leikmenn úr starfi Stjörnunnar sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Inn á milli eru einnig reyndari leikmenn með nokkuð mikla reynslu en þarna eru margir efnilegir strákar sem eru að taka fyrstu skrefin og gott dæmi um það er Bjarki Hauksson sem spilaði 20 leiki með KFG í fyrra og er núna hluti af leikmannahópi Stjörnunnar í Bestu deildinni. KFG hefur síðustu tvö tímabil verið í neðri hluta deildarinnar en liðið gekk í gegnum þjálfarabreytingar í fyrra og gekk ágætlega á fyrsta tímabilinu eftir þær. Bræðurnir Björn og Kristján Mássynir höfðu stýrt KFG í sjö tímabil og náð frábærum árangri en það kom nýr maður í brúnna í fyrra. KFG gaf öllum liðum leik í fyrra og náði í frábæra sigra inn á milli. Núna er komið að þriðja tímabilinu í röð í 2. deild og verður gaman að sjá hvernig það fer.

Þjálfarinn: Goðsögnin Veigar Páll Gunnarsson tók við KFG í fyrra og það gekk bara vel á hans fyrsta tímabili með liðið. Níunda sæti í 2. deild með venslafélag er svo sannarlega ekkert til að skammast sín fyrir. Það var erfitt verkefni að taka við af bræðrunum þar sem þeir höfðu stýrt liðinu í sjö tímabil með frábærum árangri. Þeir fóru með KFG upp úr 4. deild og í 2. deild. Veigar Páll er svo sannarlega mikil goðsögn í Garðabæ og var lengi atvinnu- og landsliðsmaður. Hann hafði þjálfað yngri flokka Stjörnunnar áður en hann steig inn í sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Hann er klárlega þjálfari sem vert er að fylgjast með í framtíðinni og það er alls ekki ólíklegt að hann stýri Stjörnunni einn daginn.

Stóra spurningin: Hvaða ungu strákar grípa tækifærið?
Það eru stór tækifæri í því fyrir unga leikmenn að fara í KFG og fá að spila stór hlutverk í meistaraflokki. Þetta er alls ekki léleg deild og þarna eru mörg hörkulið með mikinn metnað. Það eru dæmi um það á síðustu árum að leikmenn eru að koma niður og stíga svo upp í meistaraflokk Stjörnunnar. Sigurður Gunnar Jónsson var í stóru hlutverki hjá KFG sumarið 2023 og er núna í fínu hlutverki hjá Stjörnunni. Og Bjarki var nefndur áðan líka. Það eru tækifæri þarna og bara spurning um að grípa það þegar það kemur.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Jón Arnar Barðdal & Arnar Ingi Valgeirsson
Flestir sem fylgjast með 2. deildinni vita hver Jón Arnar Barðdal er. Hann skoraði átta mörk í ellefu leikjum fyrir KFG í fyrra áður en hann fór í Lengjudeildina til ÍBV. KFG þurfa klárlega á honum að halda í sumar og vonandi nær hann að haldast heill. Arnar Ingi er leikmaður sem spilar bæði sem hafsent og hægri bakvörður og er mikilvægur í öftustu línu hjá KFG. Arnar er einnig góður karakter inn í klefann og hefur spilað með KFG frá 2021 og hefur spilað flesta leiki síðan hann mætti þangað.

Gaman að fylgjast með: Guðmundur Thor Ingason
Guðmundur Thor er hafsent fæddur árið 2005. Þrátt fyrir ungan aldur er Guðmundur að fara inn í þriðja tímabilið sitt með KFG og hefur staðið sig með prýði. Hann er mikilvægur í vörninni hjá Garðbæingunum og það verður gaman að fylgjast með honum í sumar.

Komnir:
Arnar Guðni Bernharðsson frá Stjörnunni
Bóas Heimisson frá KÁ
Breki Blöndal Egilsson frá Stjörnunni
Dagur Óli Grétarsson frá ÍH
Daníel Darri Þorkelsson frá Stjörnunni
Djordje Biberdzic frá Haukum
Eyþór Örn Eyþórsson frá Grindavík
Guðlaugur Breki Sigurgeirsson frá Stjörnunni
Guðmundur Reynir Friðriksson frá Stjörnunni
Hlynur Már Friðriksson frá KH
Ingvar Atli Auðunarson frá KV
Jóhannes Breki Harðarson frá ÍA
Jón Arnar Barðdal frá ÍBV
Jón Björgvin Jónsson frá Stjörnunni
Jökull Sveinsson frá Stjörnunni
Kristján Ólafsson frá ÍH
Matthías Hildir Pálmason frá KFK
Ólafur Viðar Sigurðsson frá Stjörnunni (Á láni)
Tristan Snær Daníelsson frá Val

Farnir:
Bjarki Hauksson í Stjörnuna (Var á láni)
Dagur Orri Garðarsson í HK
Daníel Karl Þrastarson í Ægi (Var á láni frá Þrótti R.)
Guðmundur Páll Einarsson í Vestra
Magnús Pedersen Kjartansson í Stjörnuna (Var á láni)
Snorri Þór Stefánsson í Fjölni

Þjálfarinn segir - Veigar Páll Gunnarsson
„Að okkur sé spáð tíunda sæti er tiltölulega þægileg spá fyrir okkur frá öðrum. Við tökum því bara á kassann. Þá er auðveldara að koma á óvart í sumar. Við teljum okkur auðveldlega geta gert það. Við höfum fengið ákveðnar týpur af leikmönnum inn í þær stöður sem okkur skorti. Við erum virkilega ánægðir með hópinn okkar í bland við ungu efnilegu strákana sem koma frá okkur úr 2. flokki Stjörnunnar sem fá vonandi eitthvað að spreyta sig í sumar. Við erum spenntir og okkur hlakkar mikið til að byrja þetta sumar. Okkar markmið og væntingar - það augljósa er að halda sér í deildinni. Okkar herbúða vitum við að við getum meira og við ætlum okkur meira. Við erum með ákveðin markmið sem við ætlum að halda fyrir okkur. Miðað við þessa spá teljum við okkur geta komið öllum á óvart."

Fyrstu þrír leikir KFG:
2. maí, KFG - Ægir (Samsungvöllurinn)
10. maí, Víkingur Ó. - KFG (Ólafsvíkurvöllur)
16. maí, KFG - Haukar (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner