Margir hafa skoðun á því hver sé besti leikmaðurinn í sögunni. Fabio Capello, fyrrum stjóri enska landsliðsins, Real Madrid, Milan, Roma og Juventus, hafði sitt að segja um það.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru af flestum taldir tveir af bestu leikmönnum sögunnar ásamt Pele og Diego Maradona.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru af flestum taldir tveir af bestu leikmönnum sögunnar ásamt Pele og Diego Maradona.
Capello er hins vegar á því að Cristiano Ronaldo eigi ekki heima í þeirri umræðu.
„Bestu leikmennirnir eru Pele, Diego Maradona og Lionel Messi. Ronaldo Nazario er næstur á eftiir þeim. Cristiano Ronaldo er góður leikmaður en er ekki alveg á þeirra stigi. Hann skorar mörk en hinir þrír eru með meira ímyndunarafl og búa eitthvað til sem maður skilur ekki," sagði Capello.
Athugasemdir