Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   lau 31. janúar 2026 12:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guy Smit til Njarðvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Guy Smit er genginn til liðs við Njarðvíkur en hann kemur frá Vestra þar sem hann varð bikarmeistari með liðinu á síðasta tímabili. Hann skrifar undir samning sem gildir út árið 2027.

Smit er þrítugur Hollendingur en hann kom fyrst hingað til lands árið 2020 til að spila með Leikni. Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni.

Hann gekk til liðs við Val árið 2022 en hann hefur einnig spilað með ÍBV og KR ásamt Vestra. Hann hefur spilað 150 leiki hér á landi.

„Virkilega sterk og spennandi viðbót við liðið okkar sem er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi leiktíð í Lengjudeildinni. Von er á Guy til landsins á allra næstu dögum," segir í tilkynningu frá Njarðvík.

Komnir í Njarðvík
Guy Smit frá Vestra
Bragi Karl Bjarkason frá FH
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá Vestra
Aron Einarsson frá Leikni
Felix Mathaus frá Grænhöfðaeyjum
Arnleifur Hjörleifsson alfarið frá ÍA (var á láni)

Farnir
Davíð Helgi Aronsson í Víking (var á láni)
Viggó Valgeirsson til ÍBV (var á láni)
Almo (var á láni frá Víkingi)
Svavar Örn Þórðarson í HK
Dominik Radic í HK
Aron Snær Friðriksson í Víking


Athugasemdir
banner