Alfons Sampsted gekk til liðs við Go Ahead Eagles í Hollandi á dögunum en annar Íslendingur er orðaður við félagið.
Hollenski fjölmiðlamaðurinn Tijmen van Wissing greinir frá áhuga félagsins á Stefáni Inga Sigurðarsyni, framherja Sandefjord í Noregi.
Hollenski fjölmiðlamaðurinn Tijmen van Wissing greinir frá áhuga félagsins á Stefáni Inga Sigurðarsyni, framherja Sandefjord í Noregi.
Hann segir einnig að norska félagið Bodö/Glimt hafi áhuga á honum. Bodö/Glimt hefur gert stórkostlega hluti á tímabilinu en liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir stórkostlegan sigur á Atletico Madrid.
Félagið fær því mikinn pening í kassann til að geta keypt Stefán Inga. Stefán gekk til liðs við Sandefjord frá Patro Eisden í Belgíu og skrifaði undir samning til 2027. Hann hefur skorað 19 mörk í 42 leikjum í norsku deildinni, hann var þriðji markahæstur í deildinni á síðustu leiktíð með 15 mörk.
???????? Ifølge @vanwissing viser Bodø/Glimt og Go Ahead Eagles interesse for Stefán Ingi Sigurðarson i Sandefjord!
— GlimtRapport (@GlimtRapport) January 31, 2026
Det pekes på at klubben bør ha en del penger å rutte med etter å ha nådd Champions League-playoff https://t.co/jAyIMHlWPs pic.twitter.com/xUJZLeCrGg
Athugasemdir



