Arsenal er með 2-0 forystu gegn Leeds í hálfleik en Noni Madueke hefur verið gríðarlega sterkur fyrir toppliðið.
Madueke kom óvænt inn í byrjunarliðið á síðustu stundu eftir að Bukayo Saka meiddist í upphitun.
Madueke kom óvænt inn í byrjunarliðið á síðustu stundu eftir að Bukayo Saka meiddist í upphitun.
Hann lagði upp fyrra markið með fyrirgjöf og Martin Zubimendi skallaði boltann í netið.
Um tíu mínútum síðar skoraði Karl Darlow, markvörður Leeds, ansi klaufalegt sjálfsmark. Boltinn fór í átt að marki eftir hornspyrnu frá Madueke og Darlow stökk upp fyrir Dominic Calvert-Lewin og ætlaði að kýla boltann frá en það fór ekki betur en svo að boltinn fór í netið.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir




