ÍA hefur mikinn áhuga á Tryggva Hrafni Haraldssyni en Valur hefur hafnað öðru tímabili frá Skaganum. Baldvin Már Borgarsson sagði frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.
Þetta er annað tilboð ÍA í leikmanninn eftir að síðasta tímabili lauk. ÍA hefur verið öflugt á markaðnum og ætlar sér greinilega að berjast ofarlega í deildinni.
Þetta er annað tilboð ÍA í leikmanninn eftir að síðasta tímabili lauk. ÍA hefur verið öflugt á markaðnum og ætlar sér greinilega að berjast ofarlega í deildinni.
Tryggvi er 29 ára gamall og er uppalinn á Skaganum en hann gekk til liðs við Val frá Lilleström árið 2021. Hann hefur skorað 108 mörk í 255 leikjum hér heima.
Hann verður samningslaus eftir tímabilið og önnur félög mega ræða við hann þegar innan við sex mánuðir eru ieftir af samningnum.
Félagið er sterklega orðað við Böðvar Böðvarsson sem einnig er orðaður við Val.
Athugasemdir




