Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
   lau 31. janúar 2026 19:42
Brynjar Ingi Erluson
England: Hiti og ástríða í ótrúlegum endurkomusigri Chelsea
Enzo Fernandez fullkomnaði endurkomu Chelsea
Enzo Fernandez fullkomnaði endurkomu Chelsea
Mynd: EPA
Jean-Clair Todibo sá rautt spjald í látunum
Jean-Clair Todibo sá rautt spjald í látunum
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 2 West Ham
0-1 Jarrod Bowen ('7 )
0-2 Crysencio Summerville ('36 )
1-2 Joao Pedro ('57 )
2-2 Marc Cucurella ('70 )
3-2 Enzo Fernandez ('90 )

Heims- og Sambandsdeildarmeistarar Chelsea lentu tveimur mörkum undir gegn West Ham en tókst að koma til baka og vinna leikinn, 3-2, í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld.

West Ham hafði verið á ágætis róli fyrir leikinn, unnið tvo í röð og að finna taktinn á meðan Chelsea hafði unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum undir Liam Rosenior.

Hamrarnir fóru inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu. Jarrod Bowen skoraði frábært mark á 7. mínútu leiksins. Hann vann boltann, sem fór síðan til Aaron Wan-Bissaka. Bakvörðurinn kom honum aftur á Bowen sem reyndi fyrirgjöf sem hafnaði í fjærhorninu.

Pablo, leikmaður West Ham, reyndi við boltann sem truflaði Robert Sanchez í markinu. Glæsilegt mark þó Bowen hafi ekki verið að reyna skora úr færinu.

Crysencio Summerville tvöfaldaði forystuna með góðu marki á 36. mínútu eftir sendingu frá Bowen, en í þeim síðari kom Chelsea til baka með stórkostlegri endurkomu.

Brasilíski framherjinn Joao Pedro hefur verið að njóta lífsins undir stjórn Rosenior, en hann minnkaði muninn á 57. mínútu með skalla eftir geggjaða fyrirgjöf frá Wesley Fofana af öllum mönnum. Fimmta mark Pedro í síðustu fimm leikjum.

Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella jafnaði þrettán mínútum síðar með flugskalla. Frábær fyrirgjöf kom á fjærstöngina þar sem Malo Gusto náði að stanga honum yfir Alphonse Areola og boltinn á leiðinni inni. Max Kilman bjargaði á línu en ekki lengra en á Cucurella sem kom á ferðinni og stangaði boltann í netið.

Undir lokin gat franski miðvörðurinn Jean-Clair Todibo komið West Ham aftur í forystu en hann klikkaði úr algeru dauðafæri. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því nokkrum mínútum síðar fullkomnaði Enzo Fernandez magnaða endurkomu Chelsea.

Joao Pedro fékk sendingu inn fyrir, kom boltanum til hliðar á vel mannaðan teig West Ham þar sem Enzo náði að lauma sér á milli og tryggja Chelsea sigurinn.

Mikil læti brutust út undir lok uppbótartímans. Adama Traore breyttist í sjálfan Hulk, kastaði Cucurella í grasið, ýtti Joao Pedro og reif í mann og annan. Næst mætti Todibo á svæðið. Hann réðst á Pedro og uppskar í kjölfarið rauða spjaldið eftir VAR-skoðun.

Alvöru hiti í Lundúnum en það voru Chelsea-menn sem stóðu upp sem sigurvegarar. Chelsea fer upp í 4. sætið með 40 stig en West Ham er í 18. sæti með 20 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 24 16 5 3 46 17 +29 53
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Chelsea 24 11 7 6 42 27 +15 40
5 Liverpool 24 11 6 7 37 33 +4 39
6 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Everton 24 9 7 8 26 27 -1 34
9 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
10 Newcastle 24 9 6 9 33 31 +2 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Bournemouth 24 8 9 7 40 43 -3 33
13 Brighton 24 7 10 7 34 32 +2 31
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 24 6 8 10 31 42 -11 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 24 5 5 14 29 48 -19 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 24 1 5 18 15 45 -30 8
Athugasemdir
banner
banner