Brasilíski vængmaðurinn Estevao Willian er ekki með Chelsea gegn West Ham klukkan 17:30 í dag vegna persónulegra ástæðna en þetta segir blaðamaðurinn Dom Smith á X.
Greint er frá því að Estevao hafi fengið leyfi frá Chelsea til að fljúga heim til Brasilíu.
Estevao, sem er 18 ára gamall, hefur komið að níu mörkum á fyrsta tímabili sínu með Chelsea, en hann kom til félagsins frá Palmeiras síðasta sumar.
Alejandro Garnacho, Cole Palmer og Jamie Gittens byrja allir hjá Chelsea og er Liam Delap þá fremstur á vellinum.
Chelsea er í 5. sæti með 37 stig, aðeins stigi frá Meistaradeildarsæti eftir 23 leiki.
Athugasemdir





