Hollenski vængmaðurinn Crysencio Summerville er í stuði með West Ham en hann skoraði þriðja leikinn í röð er West Ham komst í 2-0 gegn Chelsea á Stamford Bridge.
Summerville kom til West Ham frá Leeds árið 2024 og er að láta ljós sitt skína í byrjun árs.
Hann lagði upp gegn Nottingham Forest og skoraði síðan í næstu tveimur leikjum.
Vængmaðurinn gerði annað markið eftir stoðsendingu Aaron Wan-Bissaka sem lagði einnig upp fyrra markið fyrir Jarrod Bowen.
Það er kominn hálfleikur en hægt er að sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Bowen
Sjáðu markið hjá Summerville
Athugasemdir




