Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 25. júlí 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Atletico vilja ekki sjá Ronaldo
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið orðaður við Atletico Madrid á undanförnum vikum en hluti stuðningsmanna spænska félagsins vill ekki sjá leikmanninn klæðast treyjunni.


Ronaldo var lengi vel aðalmaðurinn hjá erkifjendunum í Real Madrid og hefur skorað ófá mörkin gegn Atletico - þar á meðal fjórar þrennur.

Hávær orðrómur hefur tengt Ronaldo við Atletico þar sem leikmaðurinn er talinn afar áhugasamur um að starfa með Diego Simeone þjálfara. Simeone er sömuleiðis sagður spenntur fyrir hugmyndinni um að þjálfa einn af bestu fótboltamönnum sögunnar.

Þónokkrir stuðningsmenn Atletico hafa ákveðið að nýta sér samfélagsmiðilinn Twitter til að mótmæla þessari hugmynd um að Ronaldo geti gengið í raðir félagsins. Aðrir stuðningsmenn Atletico eru þó spenntir fyrir skiptunum og telja að þau muni særa stuðningsmenn Real Madrid.

Framtíð Ronaldo er óljós og fundar hann með stjórnendum Man Utd fyrir helgi. Það er þó annar leikmaður að ganga í raðir Atletico - argentínski bakvörðurinn Nahuel Molina.

Molina er 24 ára gamall með 17 landsleiki að baki fyrir Argentínu og var í algjöru lykilhlutverki hjá Udinese á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 8 mörk í 37 leikjum.

Molina lék sem vængbakvörður í 3-5-2 leikkerfi og hefur Simeone miklar mætur á þessum samlanda sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner