Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 25. júlí 2024 14:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Football-Italia 
Dómsmál Alberts sagt hafa stoppað Inter
Albert í leik með Genoa.
Albert í leik með Genoa.
Mynd: Getty Images
Gazzetta dello Sport segir að Albert Guðmundsson sé enn á blaði hjá Inter en óvissan vegna dómsmálsins á hendur honum hafi stöðvað tilraunir félagsins til að fá hann frá Genoa.

Albert er ákærður fyrir kynferðisbrot en hann er sakaður um nauðgun. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í upphafi mánaðarins en fyrirtaka verður í lok ágúst.

Giuseppe Marotta forseti Inter sagði á dögunum að félagið væri ekki lengur á eftir Alberti en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum fylgist það með málaferlunum.

Albert var frábær fyrir Genoa á síðasta tímabili, skoraði sextán mörk og átti fimm stoðsendingar í 37 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner