Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 25. ágúst 2019 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markið: Frábær aukaspyrna Harry Wilson
Nú er í gangi leikur Bournemouth og Manchester City. Manchester City leiðir, 1-2, þegar fréttin er skrifuð.

Sergio Aguero og Raheem Sterling komu City í 0-2 en í uppbótartíma fyrri hálfleiks minnkaði varamaðurinn Harry Wilson muninn fyrir Bournemouth. Wilson tók þá aukaspyrnu og smellti honum upp í hægra markhornið, óverjandi fyrir Ederson í marki City.

Charlie Daniels þurfti að yfirgefa völlinn á 37. mínútu og þá kom Harry Wilson inn á. Þess má geta að Wilson er lánsmaður hjá Bournemouth frá Liverpool.

Smelltu hér til þess að sjá markið.


Athugasemdir
banner