Arnór Borg Guðjohnsen var á Víkingsvelli og tók þátt í fögnuðinum þegar Víkingur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 2-0 sigur á Leikni í lokaumferðinni í dag en hann er harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum.
Víkingur tilkynnti kaup á Arnóri frá Fylki á dögunum en hann gengur formlega til liðs við félagið eftir tímabilið.
Arnór hefur verið lykilmaður í liði Fylki sem féll niður í Lengjudeildina á dögunum en í stað þess að vera á Fylkisvellinum og kveðja tímabilið með liðsfélögum sínum þá ákvað hann að skella sér í Víkina og taka þátt í fagnaðarlátunum.
Leikmaðurinn er enn á launaskrá Fylkis og eins og áður segir en Fylkismennirnir Bjarki Már Elísson og Albert Brynjar Ingason vekja athygli á þessu á Twitter og voru ekki alls kosta sáttir við þessa hegðun.
„Arnór Borg mættur að fagna titlinum með Víkingum í stað þess að vera með liðinu sem er ennþá að borga honum laun í síðasta leiknum þegar þeir falla niður um deild. Þetta finnst mér ekkert eðlilega lélegt!!;" sagði Bjarki, sem er landsliðsmaður í handbolta.
„Til hamingju Víkingur Reykjavík með titilinn hélt með ykkur í þessu, samgleðst ykkur. Arnór Borg samt,þú ert ennþá leikmaður Fylkis, á launum þar, átt ekki að vera að hlaupa inn á völlinn eftir leik í víkinni að fagna titlinum, þú átt að taka ábyrgð á þínu í Árbænum og klára það," sagði Albert Brynjar.
Arnór Borg mættur að fagna titlinum með Víkingum í stað þess að vera með liðinu sem er ennþá að borga honum laun í síðasta leiknum þegar þeir falla niður um deild. Þetta finnst mér ekkert eðlilega lélegt!!
— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) September 25, 2021
Til hamingju Víkingur Reykjavík með titilinn hélt með ykkur í þessu & samgleðst ykkur
— Albert Ingason. (@Snjalli) September 25, 2021
Arnór Borg samt,þú ert ennþá leikmaður Fylkis & á launum þar & átt ekki að vera að hlaupa inn á völlinn eftir leik í víkinni að fagna titlinum,þú átt að taka ábyrgð á þínu í Árbænum & klára það
Athugasemdir