Kenneth Hogg er búinn að gera nýjan samning við Njarðvík sem gildir út næstu tvö keppnistímabil.
Kenneth hefur verið lykilmaður í liði Njarðvíkur í rúmlega fjögur ár og verið iðinn við markaskorun.
Kenny skoraði sjö mörk á deildartímabilinu er Njarðvík rúllaði yfir 2. deild með 55 stig úr 22 umferðum. Þar áður hafði Kenny skorað þrettán mörk í deild sumarið 2021 og önnur þrettán sumarið 2020. Núna reynir hann aftur fyrir sér í næstefstu deild.
Kenny skoraði aðeins 7 mörk í 43 leikjum í næstefstu deild áður en Njarðvík féll 2019. Núna fær hann tækifæri til að sanna sig sem markaskorari í þessari deild eftir að hafa unnið 2. deildina með yfirburðum.
„Það er mikið gleðiefni að halda Kenny áfram í herbúðum Njarðvíkur en hann hefur leikið 150 leiki fyrir félagið og skorað 68 mörk," segir meðal annars í færslu Njarðvíkur.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |