Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Neville vill 5-6 leikmenn til Man Utd - Miðjan mikilvægust
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Nevile, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það sé gríðarlega mikilvægt að kaupa nýjan miðjumann til félagsins í janúar.

Fred og Andreas Pereira áttu erfitt uppdráttar á miðjunni í 3-3 jafnteflinu gegn Sheffield United í gær en þeir Scott McTominay og Paul Pogba eru báðir á meiðslalistanum í augnablikinu.

„Miðjan er vandamálið hjá United, punktur. Það er alveg á hreinu. Þetta er meira segja vandamál þegar Scott Tominay er með. Þeir hafa ekki styrkt þessa stöðu og auðvitað er Pogba meiddur," sagði Neville.

„Þetta er vandamál hjá þeim og þetta er ekki nægilega gott. Það eru ekki nægileg gæði á miðjunni. Þeir þurfa framherja, tvo miðjumenn, vinstri bakvörð. Þeir þurfa fimm eða sex nýja leikmenn."

„Þeir geta ekki gert það fyrr en í janúar og í sumar en vandamálin á miðjunni hverfa ekki þó að menn séu meiddir. Þetta er vandamál, punktur. Það þarf að styrkja miðjuna."

Athugasemdir
banner
banner