Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 25. desember 2020 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Öster um Alex: Hann er með ótrúlegan karakter
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson mun leika með sænska B-deildarliðinu Öster IF næstu þrjú árin en félagið fékk hann frá Stjörnunni á dögunum.

Alex Þór er fæddur árið 1999 en hann braut sér leið inn í byrjunarlið Stjörnunnar árið 2017 og hefur reynst liðinu afar drjúgur síðustu þrjú árin.

Hann tók svo skrefið í vikunni með því að skrifa undir þriggja ára samning við Öster en liðið var hársbreidd frá því að komast upp í úrvalsdeildina á tímabilinu sem var að klárast.

Denis Velic, þjálfari Öster, segir að félagið hafi fylgst lengi með Íslendingnum.

„Við erum ótrúlega glaðir með að hafa samið við Alex til næstu þriggja ára. Við höfum fylgst með honum lengi og þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann renyslu af því að spila í einum stærsta klúbb Íslands og spilað í Evrópudeildinni. Hann var meira að segja fyrirliði þrátt fyrir að vera svona ungur," sagði Velic á heimasíðu félagsins.

„Alex er fastamaður í U21 árs landsliðinu sem var að tryggja sig inn á EM. Við erum að fá spilara sem er með ótrúlegan karakter á vellinum og svo er hann auðmjúkur drengur sem er klár í að leggja sig allan fram í að koma sér og Öster á næsta stig. Þetta eru kaup sem henta fullkomlega í það sem við erum að vinna með í þessum í hóp," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner