Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 26. janúar 2020 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólíklegt að Marcao spili áfram með Fram
Marcao.
Marcao.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að varnarmaðurinn Marcao verði áfram í herbúðum Fram á komandi tímabili. Þetta segir Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net.

Hann segir það ólíklegt, en ekki útilokað.

Marcus Vieira er kallaður Marcao og er 25 ára brasilískur varnarmaður. Hann gekk í raðir Fram fyrir tímabilið 2018 en gat ekkert tekið þátt yfir sumarið vegna meiðsla.

Hann gat tekið þátt í fyrra og spilaði þá 23 leiki í deild og bikar. Hann var í áttundu umferð valinn leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni. Smelltu hér til að lesa viðtal við hann.

Marcao á fjóra leiki að baki fyrir yngri landslið Brasilíu.

Þá er það ljóst að Stefán Ragnar Guðlaugsson verður ekki áfram með Fram. Hann gekk í raðir félagsins í júlí síðastliðnum og spilaði sjö leiki í Inkasso-deildinni.

Stefán Ragnar hefur stærstan hluta ferils síns leikið með Selfossi þar sem hann er uppalinn. Hann hefur einnig leikið með Berserkjum, Fylki, ÍBV og Val á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner