fim 26. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmennirnir sem þegar hafa gengið frá félagaskiptum
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: Getty Images
Francisco Trincao.
Francisco Trincao.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Antony.
Brasilíumaðurinn Antony.
Mynd: Getty Images
Það er mikil óvissa í fótboltaheiminum og ekki vitað hvenær tímabilið mun fara aftur af stað. Nokkrir leikmenn hafa þegar gengið frá félagaskiptum sem eiga að ganga í gegn í sumar.

Guardian tók saman fimm stór nöfn sem hafa þegar samið við ný félög.

Hakim Ziyech, Ajax til Chelsea
Stærsta nafnið sem búið er að ganga frá. Stuðningsmenn Chelsea eru spenntir fyrir því að að sjá Marokkómanninn í bláu en stjarna hans hefur skinið skært fyrir Ajax undanfarin ár.

Spurningin er sú af hverju það hefur tekið Ziyech, sem er 27 ára, svona langan tíma að taka skrefið í eina af stærstu deildum Evrópu.

Leikmaður sem býr yfir miklu sjálfstrausti á síðasta þriðjungi og leggur upp mörk mörk. Getur spilað sem átta, tía eða á vængnum.

Trincao, Braga til Barcelona
Vængmaður sem er bara 20 ára og hefur komið að beinum hætti að marki á 89 mínútna fresti á þessu tímabili, með mörkum og stoðsendingum.

Þessi portúgalski U21-landsliðsmaður vill helst spila á hægri vængnum en hefur verið meira miðsvæðis á þessu tímabili og staðið sig vel.

Leikmaður sem gæti sett mikla pressu á Ousmane Dembele og Antoine Griezmann á Nývangi.

Antony, Sao Paulo til Ajax
Ajax hefur einstakt lag á að græða á leikmönnum sínum og fylla í þeirra skarð með ódýrari kostum. Félagið vonast eftir enn einu dæminu um það með þessum 20 ára Brasilíumanni.

Antony á að fylla skarð Ziyech og eru þeir líkir að mörgu leyti. Hann býr yfir mikilli tæknilegri getu og er óhræddur við að taka skot.

Pedrinho, Corinthians til Benfica
Þessi 21 árs sóknarmaður hefur leikið á hægri vængnum og hefur skorað fimm mörk í 28 leikjum og lagt upp fjögur mörk.

Leikmaður með mikinn sköpunarmátt og bjó til 50 færi úr opnum leik 2019.

Alexander Nubel, Schalke til Bayern München
Talað er um næsta Manuel Neuer. Fetar í fótspor Neuer með því að fara frá Schalke til Bayern á frjálsri sölu.

Þessi 23 ára markvörður verður væntanleg varamaður fyrir Neuer en hann sjálfur hefur líklega aðrar hugmyndir. Eftir að Neuer kom úr erfiðum meiðslum á síðasta tímabili hefur hann ekki náð að sína sitt besta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner