Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. mars 2023 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Portúgalskur kantmaður í Ægi (Staðfest)
Mynd: Ægir
Portúgalski kantmaðurinn Ivo Braz er genginn til liðs við Ægi og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Braz er 27 ára gamall og hefur verið á mála hjá Dziugas Telsiai í Litháen síðustu tvö ár.

Hann á 33 leiki og 6 mörk fyrir félagið sem spilar í úrvalsdeildinni í Litháen en nú tekur við nýtt ævintýri.

Braz mun spila með Ægi í Lengjudeildinni í sumar en þetta staðfesti félagið í tilkynningu á heimasvæði sínu á Facebook í dag.

Leikmaðurinn kom til móts við liðið í Barcelona á föstudag og hefur litið vel út á æfingum en framundan er erfitt tímabil.

Ægir hafnaði í 3. sæti í 2. deild á síðasta ári en fékk sæti Kórdrengja í Lengjudeildinni eftir að KSÍ hafnaði þáttökuleyfi félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner