Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. apríl 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 9. sæti
9. sæti: Afturelding
Lengjudeildin
Aftureldingu er annað árið í röð spáð níunda sæti.
Aftureldingu er annað árið í röð spáð níunda sæti.
Mynd: Raggi Óla
Enes Cogic og Magnús Már, þjálfarar Aftureldingu.
Enes Cogic og Magnús Már, þjálfarar Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Aron Elí er öflugur bakvörður.
Aron Elí er öflugur bakvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Afturelding í sumar.
Hvað gerir Afturelding í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Fagverksvellinum í Mosfellsbæ.
Frá Fagverksvellinum í Mosfellsbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Afturelding, 67 stig
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

9. Afturelding
Afturelding er á leið í sitt þriðja tímabil í röð í Lengjudeildinni. Mosfellingar hafa gert mjög vel síðustu tvær leiktíðir að halda sér uppi og gerðu það af miklu öryggi í fyrra. Aftureldingu var spáð níunda sæti í fyrra og er aftur spáð níunda sæti í ár. Á síðustu leiktíð varð niðurstaðan áttunda sæti hjá Mosfellingum.

Þjálfarinn: Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins þar á undan. Magnús Már er áfram yngsti þjálfari deildarinnar, aðeins 32 árs gamall. Honum til aðstoðar er Enes Cogic, fyrrum aðalþjálfari Aftureldingar.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður Ben gefur sitt álit á liði Aftureldingar.

„Afturelding er að fara inní sitt annað tímabil með sama þjálfarateymi. Liðið gerði góða hluti í fyrra og vilja væntanlega vera í aðeins meiri baráttu ofar í töflunni þó að fyrsta markmið verður alltaf að tryggja sæti sitt í deildinni. Það komu ferskir straumar með nýju þjálfarateymi í fyrra og voru nokkuð óvænt í þægilegum málum allt sumarið; liðið spilaði mjög jákvæðan sóknarleik, leikmenn þorðu að gera mistök og hraði á boltanum einkennandi hjá liðinu. Afturelding hefur undanfarin ár verið í uppbyggingu í yngri flokkum og öll aðstaða er að verða fyrsta flokks. Heimakjarninn er mjög sterkur og það er ákveðið hjarta í liðinu sem getur fleytt þeim ansi langt."

„Lykilmenn eru farnir frá félaginu. Undanfarin ár hefur liðið misst sína sterkustu Íslendinga, leikmenn sem koma úr unglingastarfinu og eru að öllum líkindum ekki á stórum samningum. Það er því alltaf erfitt að fá jafngóða leikmenn í þeirra stað fyrir sömu upphæðir.
Það verður spennandi að sjá hvernig liðið aðlagar sinn leik án Jasonar Daða sem dæmi. Það er þó mikill gæðastimpill á starfi Aftureldingar að lið í efri hluta efstu deildar séu að sækjast í leikmennina þeirra og segir manni að það sé verið að gera góða hluti í þjálfun á ungum leikmönnum í Mosó."


„Ég set smá spurningamerki við heimavöllinn þeirra síðustu tvö ár. Liðið þarf að búa til meiri „gryfju“ á heimavelli. Heimavöllurinn hefur ekkert gefið þeim neitt extra hingað til í Lengjudeildinni og er ekki mikill munur á árangri á heimavelli eða útivelli. Markvarðarstaðan er spurningamerki, liðið fær til sín Tansi Marcellan fyrir tímabilið og hann þarf að aðlagast íslenska boltanum hratt."

Lykilmenn: Arnór Gauti Ragnarsson, Aron Elí Sævarsson og Kári Steinn Hlífarsson

Fylgist með: Oskar Wasilewski
„Þrátt fyrir að Oskar hafi spilað hafi spilað alla leiki liðsins í fyrra að þá ætla ég að velja hann sem leikmann til að fylgjast með. Oskar er hafsent sem lítið hefur verið í umræðunni. Hann er hvorki sá stærsti né sterkasti en er ótrúlega öflugur hafsent sem spilar leikinn með hausnum. Hann er klókur að staðsetja sig og hjálpar liðinu gríðarlega í öllu uppspili úr vörninni og er óhræddur við að spila milli lína. Hann er klárlega sá leikmaður sem lið í efstu deild munu sína áhuga á komandi árum."

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá Fylki (Á láni)
Jordan Chase Tyler frá Víði Garði
Kristófer Óskar Óskarsson frá Fjölni (Á láni)
Sindri Þór Sigþórsson frá Vængjum Júpíters
Tanis Marcellán frá Real Murcia á Spáni

Farnir:
Alejandro Zambrano til Yeclano á Spáni
Alexander Aron Davorsson í Hvíta Riddarann
Andri Freyr Jónasson í Fjölni
Elvar Ingi Vignisson í Hvíta Riddarann
Endika Galarza til Izarra á Spáni
Eyþór Aron Wöhler í ÍA (Var á láni)
Jason Daði Svanþórsson í Breiðablik
Jon Tena
Ragnar Már Lárusson
Tristan Þór Brandsson

Fyrstu leikir Aftureldingar:
7. maí gegn Kórdrengjum á heimavelli
14. maí gegn Víkingi Ó. á útivelli
21. maí gegn ÍBV á heimavelli
Athugasemdir
banner
banner