Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 08. júní 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 9. sæti
Aftureldingu er spáð níunda sæti.
Aftureldingu er spáð níunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már stýrir Aftureldingu. Hann er yngsti þjálfari deildarinnar.
Magnús Már stýrir Aftureldingu. Hann er yngsti þjálfari deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Freyr Jónasson.
Andri Freyr Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagverksvöllurinn Varmá.
Fagverksvöllurinn Varmá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

9. Afturelding
Lokastaða í fyrra: Afturelding komst upp í næst efstu deild fyrir síðustu leiktíð og var lengi vel í fallbaráttu, en náði að lokum að halda sér uppi í áttunda sæti með 23 stig, einu stigi frá fallsæti. Þar kom 5-0 útisigur gegn Gróttu, sem vann deildina, í 20. umferð sér býsna vel.

Þjálfarinn: Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar, en hann var aðstoðarþjálfari Arnars Hallsonar síðastliðin tvö tímabil. Magnús er einnig fyrrum leikmaður Aftureldingar. Magnús Már er yngsti þjálfari deildarinnar, aðeins 31 árs gamall.

Álit sérfræðings
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur sitt álit á Aftureldingu.

„Það var farið í heljarinnar framkvæmdir í Mosfellsbæ núna í vetur. Afturelding kemst þar með í hóp þeirra liða sem eru með knattspyrnuhús og hefur það væntanlega haft mikil áhrif á þeirra undirbúning fyrir mót, til hins betra. Þeir enduðu mótið sterkt í fyrra og andinn er góður í hópnum. Þeir eru með flott gæði sóknarlega í Jasoni Daða og Andra Frey Jónassyni, sem skoraði átta mörk í fyrra sem er dýrmætt fyrir leikmann sem var þá að stíga sín fyrstu skref í 1.deild karla. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið klókir á leikmannamarkaðnum fyrir mót. Þeir hafa náð í sterka leikmenn eins og Aron Elí Sævarsson, Ísak Atla Kristjánsson og Gísla Martin Sigurðsson en allir hafa þeir reynslu úr 1.deild og koma til með að styrkja liðið umtalsvert. Það á eftir að reynast þeim dýrmætt að allir eru reynslunni ríkari eftir eins árs veru í 1. deild."

„Varnarleikurinn gæti verið höfuðverkur fyrir þjálfara Aftureldingar. Þeir eru með unga hafsenta sem eru að berjast um þá stöðu, Ísak Atli fer í aftur í skóla í lok ágúst og missir af þónokkrum leikjum vegna þess. Afturelding fékk lítið af stigum á útivelli í fyrra og þurfa að gera betur þar ef vel á að vera. Heilt yfir er hópurinn frekar ungur og spurning hvaða áhrif það kemur til með að hafa."

Lykilmenn: Jason Daði Svanþórsson, Andri Freyr Jónasson, Jon Tena Martinez.

Gaman að fylgjast með: Jason Daði Svanþórsson. Það verður virkilega gaman að fylgjast með þessu strák. Stóru félögin eru farin að sjá að þar er spennandi leikmaður á ferð. Ákaflega teknískur, hefur yfir miklum hraðabreytingum að ráða með boltann og góða spyrnutækni.

Komnir:
Aron Elí Sævarsson frá Val
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA (á láni)
Gísli Martin Sigurðsson frá Breiðabliki
Ísak Atli Kristjánsson frá Fjölni
Oskar Wasilewski frá ÍA

Farnir:
Andri Már Hermannsson í Þrótt V.
Andri Þór Grétarsson í Kórdrengi
Ásgeir Örn Arnþórsson í Elliða
David Marquina til Spánar
Djordje Panic til FC Bayern Alzenau í Þýskalandi
Hlynur Magnússon í Njarðvík
Loic Ondo í Kórdrengi
Roger Bonet til Finnlands
Róbert Orri Þorkelsson í Breiðablik
Skúli E. Kristjánsson Sigurz
Stefán Þór Pálsson
Trausti Sigurbjörnsson

Fyrstu þrír leikir Aftureldingar:
19. júní, Keflavík - Afturelding (Nettóvöllurinn)
28. júní, Afturelding - ÍBV (Fagverksvöllurinn Varmá)
3. júní, Fram - Afturelding (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner