fim 26. maí 2022 17:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 9. sæti: Brighton
Brighton hefur heillað marga áhugamenn enska boltans með leikstíl sínum.
Brighton hefur heillað marga áhugamenn enska boltans með leikstíl sínum.
Mynd: EPA
Graham Potter er að gera frábæra hluti!
Graham Potter er að gera frábæra hluti!
Mynd: Getty Images
Leikmaður tímabilsins hjá Brighton er Spánverjinn Marc Cucurella.
Leikmaður tímabilsins hjá Brighton er Spánverjinn Marc Cucurella.
Mynd: Getty Images
Virkilega flott tímabil að baki hjá Leandro Trossard.
Virkilega flott tímabil að baki hjá Leandro Trossard.
Mynd: EPA
Robert Sánchez er öflugur markvörður.
Robert Sánchez er öflugur markvörður.
Mynd: Getty Images
Neal Maupay skorar alltaf sín mörk.
Neal Maupay skorar alltaf sín mörk.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck skoraði sex mörk.
Danny Welbeck skoraði sex mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Röðin er komin að Brighton sem hafa verið að spila flottan fótbolta undir stjórn Graham Potter.

Eftir að hafa lent í 16. sæti tímabilið 2020/21 var öllum væntingum stillt í hóf hjá Brighton fyrir tímabilið þrátt fyrir að leikstíll liðsins undir stjórn Graham Potter hafi vissulega heillað marga. Tímabilið fór hins vegar mjög vel af stað og unnu lærisveinar Potter fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.

Eftir tap gegn Everton í 3. umferð fylgdu fimm leikir án taps og úr þeim var uppskeran níu stig. Eftir skell gegn Manchester City fór liðið á Anfield og náði í stig gegn Liverpool. Þegar hér er komið við sögu er komið fram í lok október, liðið átti þá eftir að fá átta stig út úr þeim átta leikjum sem eftir voru á árinu. Útkoma sem ekki var hægt að fagna eftir mjög svo góða byrjun.

Nýtt ár byrjaði hins vegar vel og fóru Brighton menn taplausir í gegnum fyrstu fimm leiki ársins, útkoman úr þessum leikjum átta stig. Eftir þetta tók við mjög slæmur kafli þar sem þeir töpuðu sex leikjum í röð. Loksins kom stig eftir markalaust jafntefli við Norwich í byrjun apríl. Næst komu öflugir útisigrar á Lundúnaliðunum Arsenal og Tottenham áður en Englandsmeistarar Manchester City tóku Brighton menn í kennslustund.

Graham Potter og lærisveinar hans enduðu tímabilið virkilega vel. Þar ber helst að nefna mjög svo afgerandi sigra á Wolves, Manchester United og West Ham. Virkilega flott tímabil hjá Brighton sem náði í 51 stig og hafnaði í 9. sæti, ótrúlega flottur árangur eftir 16. sæti á síðustu leiktíð. Potter að gera virkilega flotta hluti með þetta lið.

Besti leikmaður Brighton á tímabilinu:
Spánverjinn Marc Cucurella er leikmaður tímabilsins hjá Brighton. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið frá Getafe og hefur heillað marga með frammistöðu sinni í vetur. Hann var jafnframt valinn besti leikmaður tímabilsins hjá félagi sínu Brighton.

Þessir skoruðu mörkin:
Neal Maupay: 8 mörk.
Leandro Trossard 8 mörk.
Danny Welbeck: 6 mörk.
Alexis Mac Allister: 5 mörk.
Pascal Grob: 2 mörk.
Enock Mwepu: 2 mörk.
Adam Webster: 2 mörk.
Yves Bissouma: 1 mark.
Dan Burn: 1 mark.
Moisés Caicedo: 1 mark.
Marc Cucurella: 1 mark.
Shane Duffy: 1 mark.
Lewis Dunk: 1 mark.
Joel Veltman: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Pascal Grob: 4 stoðsendingar.
Enock Mwepu: 4 stoðsendingar.
Jakub Moder: 3 stoðsendingar.
Leandro Trossard: 3 stoðsendingar.
Yves Bissouma: 2 stoðsendingar.
Tariq Lamptey: 2 stoðsendingar.
Alexis Mac Allister: 2 stoðsendingar.
Solly March: 2 stoðsendingar.
Neal Maupay: 2 stoðsendingar.
Danny Welbeck: 2 stoðsendingar.
Moisés Caicedo: 1 stoðsending.
Marc Cucurella: 1 stoðsending.
Adam Lallana: 1 stoðsending.
Joel Veltman: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Robert Sánchez: 37 leikir.
Marc Cucurella: 35 leikir.
Leandro Trossard: 34 leikir.
Joël Veltman: 34 leikir.
Alexis Mac Allister: 33 leikir.
Neal Maupay: 32 leikir.
Solly March: 31 leikur.
Tariq Lamptey: 30 leikir.
Lewis Dunk: 29 leikir.
Pascal Grob: 29 leikir.
Jakub Moder: 28 leikir.
Yves Bissouma: 26 leikir.
Danny Welbeck: 25 leikir.
Adam Lallana: 24 leikir.
Adam Webster: 22 leikir.
Shane Duffy: 18 leikir.
Enock Mwepu: 18 leikir.
Dan Burn: 13 leikir.
Steven Alzate: 9 leikir.
Moisés Caicedo: 8 leikir.
Jeremy Sarmiento: 5 leikir.
Aaron Connolly: 4 leikir.
Taylor Richards: 2 leikir.
Evan Ferguson: 1 leikur.
Jürgen Locadia: 1 leikur.
Jason Steele: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Mjög fín frammistaða í vörn Brighton sem skilaði því að liðið fékk aðeins á sig 44 mörk, aðeins fimm lið fengu á sig færri mörk. Þeir héldu markinu hreinu í 11 leikjum í vetur.

Hver skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Það var Belginn skemmtilegi Leandro Trossard, hann skilaði inn 141 stigi í vetur. Skoraði átta mörk á tímabilinu og lagði upp þrjú. Mikilvægur leikmaður!

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Brighton á tímabilinu?
Fréttaritrarar Fótbolta.net spáðu því að Brighton tæki 13. sætið. Þeir gerðu hins vegar betur og komust í efri hluta töflunnar!

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Brighton
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner