Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 23. maí 2022 16:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 18. sæti: Burnley
Burnley er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Burnley er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Sean Dyche var rekinn frá Burnley á vordögum.
Sean Dyche var rekinn frá Burnley á vordögum.
Mynd: EPA
Mike Jackson náði í 11 stig eftir að hann tók við, það dugði ekki til.
Mike Jackson náði í 11 stig eftir að hann tók við, það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Maxwell Cornet var öflugur í liði Burnley.
Maxwell Cornet var öflugur í liði Burnley.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg náði sér ekki á strik á tímabilinu og var óheppinn með meiðsli.
Jóhann Berg náði sér ekki á strik á tímabilinu og var óheppinn með meiðsli.
Mynd: Getty Images
Nick Pope stóð vaktina vel í markrammanum.
Nick Pope stóð vaktina vel í markrammanum.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Röðin er komin að Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, það var ljóst eftir loka umferðina í gær. Félagið hefur verið í efstu deild samfleytt frá tímabilinu 2016/17.

Tímabilið hjá Burnley fór ekki vel af stað, fyrstu tveir leikirnir töpuðust, fyrsta stigið kom í hús í 3. umferð þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Leeds. Eitt og eitt stig náðu Burnley menn sér í byrjun tímabils, þeir þurftu hins vegar að bíða nokkuð lengi eftir fyrsta sigrinum. Þegar 9. umferð lauk var liðið með aðeins 4 stig, fyrsti sigurinn kom svo í 10. umferð, flottur 3-1 sigur á Brentford.

Stigin héldu áfram að tínast inn hjá Burnley en því miður fyrir þá voru þau að miklu leyti að koma inn úr jafnteflisleikjum, liðið gerði alls 14 jafntefli á tímabilinu. Þegar líða tók á febrúar mánuð fóru Burnley menn heldur að hressast, tveir sigurleikir í röð gegn Brighton og Tottenham bentu til þess að Sean Dyche ætlaði nú í enn eitt skiptið að bjarga Burnley frá falli.

Sigur í fallbaráttuslag gegn Everton í byrjun apríl gaf stuðningsmönnum Burnley von, í kjölfarið á þessum góða sigri kom hins vegar 2-0 tap gegn Norwich. Þetta tap kostaði Sean Dyche starfaði og komu þær fréttir mörgum á óvart enda maðurinn vel þekktur fyrir það að bjarga Burnley frá falli á lokasprettinum.

Mike nokkur Jackson tók við Burnley og stýrði þeim út tímabilið. Hann stýrði Burnley til sigurs í þremur leikjum og náði jafnframt í tvö stig út úr jafnteflum. Þau 11 stig sem liðið náði í á lokasprettinum undir stjórn Mike Jackson dugðu ekki til. Eftir tap Burnley gegn Newcastle í loka umferðinni var það ljóst að þeir væru fallnir, Leeds náði sér í 3 stig á sama tíma sem tryggði þeim áframhaldandi veru í deild þeirra bestu á Englandi.

Bestu leikmaður Burnley á tímabilinu:
Maxwel Cornet hlýtur þennan titil. Kom með mikinn kraft inni í Burnley liðið eftir komuna frá Lyon fyrir tímabilið. Skoraði 9 mörk og lagði upp eitt.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Maxwell Cornet: 9 mörk.
Ben Mee: 3 mörk.
Chris Wood: 3 mörk.
Josh Brownhill: 2 mörk.
Nathan Collins: 2 mörk.
Aaron Lennon: 2 mörk.
Jay Rodriguez: 2 mörk.
Matej Vydra: 2 mörk.
Wout Weghorst: 2 mörk.
Ashley Barnes: 1 mark.
Jack Cork: 1 mark.
Matthew Lowton: 1 mark.
Connor Roberts: 1 mark.
James Tarkowski: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Josh Brownhill: 3 stoðsendingar.
Charlie Taylor: 3 stoðsendingar.
Matej Vydra: 3 stoðsendingar.
Wout Weghorst: 3 stoðsendingar.
Ashley Westwood: 3 stoðsendingar.
Matthew Lowton: 2 stoðsendingar.
Jay Rodriguez: 2 stoðsendingar.
James Tarkowski: 2 stoðsendingar.
Maxwell Cornet: 1 stoðsending.
Jóhann Berg Guðmundsson: 1 stoðsending.
Dwight McNeil: 1 stoðsending.
Erik Pieters: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Dwight McNeil: 38 leikir.
Nick Pope: 36 leikir.
Josh Brownhill: 35 leikir.
James Tarkowski: 35 leikir.
Charlie Taylor: 31 leikur.
Jay Rodriguez: 29 leikir.
Aaron Lennon: 28 leikir.
Ashley Westwood: 27 leikir.
Maxwell Cornet: 26 leikir.
Matthew Lowton: 25 leikir.
Ashley Barnes: 23 leikir.
Matej Vydra: 22 leikir.
Ben Mee: 21 leikur.
Connor Roberts: 21 leikur.
Jack Cork: 20 leikir.
Wout Weghorst: 20 leikir.
Nathan Collins: 19 leikir.
Jóhann Berg Guðmundsson: 18 leikir.
Chris Wood: 17 leikir.
Erik Pieters: 12 leikir.
Kevin Long: 6 leikir.
Dale Stephens: 3 leikir.
Wayne Hennessey: 2 leikir.

Hvernig stóð vörninn í vetur?
Burnley menn verða seint sakaðir um að spila slæman varnarleik, þeirra helsta vandamál hefur verið markaskorun. Burnley fékk á sig 53 mörk í vetur, til samanburðar er hægt að benda á að Manchester United sem hafnaði í 6. sæti fékk á sig 57 mörk. Burnley er í 11. sæti í tölfræðinni yfir það hvað liðin í deildinni héldu oft hreinu á tímabilinu, þeim tókst að halda markinu hreinu í 9 leikjum í vetur.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Það er enginn annar en markvörðurinn öflugi Nick Pope, hann fékk 130 stig. Traustur og góður markvörður.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Burnley á tímabilinu?
Fréttaritarar Fótbolta.net spáðu því að 17. sæti yrði niðurstaðan hjá Burnley. Mátti litlu muna að það yrði niðurstaðan!

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner