Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 25. maí 2022 15:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 13. sæti: Brentford
Svona var stemmningin á opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar þegar Brentford sigraði Arsenal.
Svona var stemmningin á opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar þegar Brentford sigraði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Thomas Frank gerði vel með Brentford á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni.
Thomas Frank gerði vel með Brentford á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney fagnar hér einu af tólf mörkum hans á tímabilinu.
Ivan Toney fagnar hér einu af tólf mörkum hans á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Bryan Mbeumo lagði upp flest mörkin.
Bryan Mbeumo lagði upp flest mörkin.
Mynd: EPA
Það var oft góð stemmning á Samfélagsvellinum í Brentford á tímabilinu.
Það var oft góð stemmning á Samfélagsvellinum í Brentford á tímabilinu.
Mynd: EPA
Daninn Christian Eriksen snéri aftur til leiks og stóð sig með mikilli prýði.
Daninn Christian Eriksen snéri aftur til leiks og stóð sig með mikilli prýði.
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Nú er röðin komin að nýliðum Brentford sem skemmtu áhorfendum úrvalsdeildarinnar vel í vetur.

Það er ekki annað hægt að segja en að nýliðar Brentford hafi mætt til leiks í ensku úrvalsdeildinni af miklum krafti. Mikil stemming var á Samfélagsvellinum í Brentford þegar liðið sigraði Arsenal 2-0 örugglega í fyrsta leik tímabilsins.

Fyrsta tapið kom í 3. umferð gegn Brighton, næst heimsóttu Brentford menn Úlfana og höfðu betur þar 0-2. Liverpool kom svo í heimsókn 25. september, þeirri viðureign lauk með 3-3 jafntefli og er að mörgum talin einn af skemmtilegustu leikjum tímabilsins. Fjörugum jafnteflisleik við Liverpool fylgdi sterkur útisigur á Londonvellinum gegn West Ham. Uppskeran úr fyrstu 7 leikjum tímabilsins 12 stig og fóru Brentford menn sáttir inni í landsleikjahléið í október.

Eftir að boltinn hélt áfram að rúlla í ensku úrvalsdeildinni eftir landsleikjahléið í október mætti annað Brentford lið til leiks má segja. Þeir fóru í gegnum næstu fimm leiki án þess að ná í sigur, útkoman 4 töp og eitt jafntefli. Loks kom sigur gegn Everton í lok nóvember. Uppskeran úr jólamánuðinum var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, fjögur stig úr fimm leikjum. Eftir góðan 2-1 sigur á Aston Villa á öðrum degi ársins 2022 fylgdu erfiðar vikur, Brentford fór í gegnum átta leiki án sigurs og aðeins náðu þeir í eitt jafntefli í þessum leikjum.

Lærisveinar Thomas Frank tóku hins vegar aftur við sér þegar fór að vora. Þeir byrjuðu mars mánuð á tveimur sigrum, gegn Norwich og Burnley, á eftir sigrunum fylgdi svo tap gegn Leicester. Apríl mánaður var án nokkurs vafa besti hluti tímabilsins hjá nýliðunum í Brentford. Þeir sóttu þrjú stig á Stamford Bridge með feikilega öflugum 1-4 sigri. Næst komu sigrar á West Ham og Watford áður en þeir enduðu mánuðinn á markalausu jafntefli við Tottenham. Útkoman úr síðustu fjórum leikjum tímabilsins voru tveir sigrar og tvö töp.

Brentford var í sjálfu sér aldrei í neinni alvarlegri fallhættu þó að tímabilið hjá þeim hafi verið dálítið kaflaskipt. Ég held að margir fagni því að fá að fylgjast áfram með Brentford í deild þeirra bestu á Englandi, léttleikandi og skemmtilegt lið með áhugaverða leikmenn innanborðs.

Besti leikmaður Brentford á tímabilinu:
Daninn Christian Norgaard var besti leikmaður tímabilsins hjá Brentford. Öflugur og traustur leikmaður sem stóð vaktina mjög vel aftast á miðjunni í vetur, spilaði 35 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk ásamt því að leggja upp fjögur. Þá var hann einnig valinn besti leikmaður tímabilsins bæði af leikmönnum og stuðningsmönnum Brentford.

Þessir skoruðu mörkin:
Ivan Toney: 12 mörk.
Yoane Wissa: 7 mörk.
Vitaly Janelt: 4 mörk.
Bryan Mbeumo: 4 mörk.
Sergi Canós: 3 mörk.
Rico Henry: 3 mörk.
Pontus Jansson: 3 mörk.
Christian Nørgaard: 3 mörk.
Kristoffer Ajer: 1 mark.
Shandon Baptiste: 1 mark.
Christian Eriksen: 1 mark.
Saman Ghoddos: 1 mark.
Zanka: 1 mark.
Ethan Pinnock: 1 mark.
Mads Roerslev: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Bryan Mbeumo: 7 stoðsendingar.
Ivan Toney: 5 stoðsendingar.
Christian Eriksen: 4 stoðsendingar.
Christian Nørgaard: 4 stoðsendingar.
Kristoffer Ajer: 3 stoðsendingar.
Sergi Canós: 2 stoðsendingar.
Marcus Forss: 1 stoðsending.
Saman Ghoddos: 1 stoðsending.
Pontus Jansson: 1 stoðsending.
Mathias Jensen: 1 stoðsending.
Ethan Pinnock: 1 stoðsending.
Mads Roerslev: 1 stoðsending.
Yoane Wissa: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Pontus Jansson: 37 leikir.
Bryan Mbeumo: 35 leikir.
Christian Nørgaard: 35 leikir.
Rico Henry: 34 leikir.
Ivan Toney: 33 leikir.
Ethan Pinnock: 32 leikir.
Sergi Canós: 31 leikur.
Vitaly Janelt: 31 leikur.
Mathias Jensen: 31 leikur.
Yoane Wissa: 30 leikir.
Kristoffer Ajer: 24 leikir.
David Raya: 24 leikir.
Shandon Baptiste: 22 leikir.
Mads Roerslev: 21 leikur.
Frank Onyeka: 20 leikir.
Saman Ghoddos: 17 leikir.
Álvaro Fernández: 12 leikir.
Mads Bech Sørensen: 11 leikir.
Christian Eriksen: 11 leikir.
Josh Dasilva: 9 leikir.
Zanka: 8 leikir.
Marcus Forss: 7 leikir.
Charlie Goode: 6 leikir.
Mads Bidstrup: 4 leikir.
Jonas Lössl: 2 leikir.
Dominic Thompson: 2 leikir.
Tariqe Fosu-Henry: 1 leikur.
Finley Stevens: 1 leikur.
Nathan Young-Coombes: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Brentford fékk á sig 56 mörk og hélt markinu hreinu 9 sinnum.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Sóknarmaðurinn stórskemmtilegi Ivan Toney fékk flest stigin af leikmönnum Brentford. Hann fékk 139 stig, þar telur mikið hversu öflugur hann var í markaskorun, Toney skoraði 12 mörk.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Brentford fyrir tímabilið?
Fréttaritarar Fótbolta.net voru svartsýnir fyrir hönd Brentford manna og spáðu því að þeir færu beint niður aftur, 18. sætið fengu þeir í spánni. Þeir gerðu hins vegar gott betur en það og lentu í 13. sæti.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner