Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 26. maí 2024 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Stjarnan rúllaði yfir KA - Ísak Snær innsiglaði sigur Blika
Viktor Karl Einarsson fagnar
Viktor Karl Einarsson fagnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason
Emil Atlason
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Stjarnan fór illa með KA á Samsungvellinum í dag og Ísak Snær innsiglaði sigur Blika gegn Fram.


Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti en Örvar Eggertsson kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu. Jóhann Árni átti góða sendingu á Örvar inn á teiginn og hann skoraði af öryggi.

Emil Atlason skoraði annað markið stuttu síðar og það stefndi í að Stjarnan myndi gera út um leikinn strax í upphafi.

Þriðja markið kom hins vegar ekki fyrr en í upphafi síðari hálfleiks og þá var brekkan orðin ansi brött fyrir Norðanmenn. Helgi Fróði bætti fjórða markinu við og Róbert Frosti negldi síðasta naglann í kistu KA manna stuttu síðar.

Stjarnan 5 - 0 KA
1-0 Örvar Eggertsson ('3 )
2-0 Emil Atlason ('11 )
3-0 Emil Atlason ('48 )
4-0 Helgi Fróði Ingason ('74 )
5-0 Róbert Frosti Þorkelsson ('77 )
Lestu um leikinn

Það var mögnuð endurkoma hjá Blikum á Lambahagsvellinum í kvöld en Guðmundur Magnússon kom heimamönnum yfir. Fram var ekki lengi í paradís þar sem Viktor Karl jafnaði metin þegar hann lék laglega á Kyle McLagan og var skyndilega kominn einn á móti Ólafi Íshólm og skoraði.

Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Kristinn Jónsson var tekinn niður í teignum snemma í síðari hálfleik en ekkert dæmt.

Aron Bjarnason kom Blikum yfir eftir vel útfærða skyndisókn þegar um stundafjórðungur var eftir. Blikarnir gengu á lagið og Viktor Karl bætti þriðja markinu við, Ólafur Íshólm nagar sig í handabökin en hann hefði sennilega átt að verja laflaust skot Viktors.

Ísak Snær og Kristinn Steindórsson komu inn á sem varamenn og þeir gerðu út um leikinn stuttu síðar þegar Kristinn sendi Ísak einan í gegn og hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar.

Fram 1 - 4 Breiðablik
1-0 Guðmundur Magnússon ('15 )
1-1 Viktor Karl Einarsson ('20 )
1-2 Aron Bjarnason ('73 )
1-3 Viktor Karl Einarsson ('83 )
1-4 Ísak Snær Þorvaldsson ('85 )
Lestu um leikinn


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner