Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maddison hafnaði Man Utd
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er úr nógu að taka í slúðurpakka dagsins. Havertz, Messi, Koulibaly, Maddison, Pogba, Sancho, Grealish og Partey koma allir fyrir. Félagaskiptaglugginn opnar á morgun, degi eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Chelsea býst við að krækja í Kai Havertz, 21, á næstu vikum hvort sem liðið nær Meistaradeildarsæti eða ekki. Það yrðu þriðju stóru kaup félagsins í sumar eftir Timo Werner og Hakim Ziyech. (Daily Mail)

Lionel Messi, 33, vill að Marcelo Bielsa fái þjálfarastarfið hjá Barcelona. Hann er ekki sérlega sáttur með störf Quique Setien við stjórnvölinn. Bielsa er stjóri Leeds United um þessar mundir. (Sun)

Crystal Palace vill stela Sean Dyche af Burnley og fá hann til að taka við af Roy Hodgson. (Mirror)

Tottenham er að vinna kapphlaupið um Callum Wilson, 28 ára sóknarmann Bournemouth. Hann gæti verið falur fyrir svo lítið sem 10 milljónir punda ef félagið fellur um deild. (Sun)

Cristiano Giuntoli, yfirmaður íþróttamála hjá Napoli, segir ekkert tilboð hafa borist í senegalska varnarjaxlinn Kalidou Koulibaly, 29. Man City, Man Utd, Liverpool og Barcelona hafa öll verið orðuð við hann. (Goal)

Ole Gunnar Solskjær er tilbúinn til að skera sig inn í leikinn og stela Gabriel Magalhaes, 22, áður en hann skiptir yfir til Napoli. (Express)

James Maddison, 23, hafnaði Manchester United og skrifaði undir nýjan langtímasamning við Leicester. Þar mun hann fá rétt tæplega 100 þúsund pund í vikulaun. (Talksport)

Það ríkir óvissa yfir framtíð Paul Pogba, 27, hjá Manchester United. Félagið getur ekki leyft sér Jadon Sancho, 20, og Jack Grealish, 24, ef Pogba verður ekki seldur. (Daily Mail)

Arsenal verður að borga 45 milljónir punda til að kaupa Thomas Partey af Atletico Madrid í sumar. (Express)

Jürgen Klopp býst ekki við að eyða háum upphæðum í sumar. Hann vill ekki hætta á að eyðileggja andrúmsloftið í búningsklefanum með nýjum leikmönnum. (Mirror)

Manchester United og Chelsea hafa áhuga á Jan Oblak, 27 ára markverði Atletico Madrid. Hann er falur fyrir rúmlega 100 milljónir evra. (Sun)

Inter hefur áhuga á að festa kaup á Alexis Sanchez, 31, frá Man Utd. Sanchez hefur verið að gera góða hluti að láni hjá félaginu. (Mirror)

Arsenal, West Ham og Everton vilja fá Samuel Umtiti, 26, til sín á lánssamningi frá Barcelona. (Mundo Deportivo)

Benevento, sem rúllaði yfir ítölsku B-deildina undir stjórn Pippo Inzaghi, hefur áhuga á að næla í Daniel Sturridge á frjálsri sölu. Sturridge er þrítugur og samningslaus eftir að hafa spilað síðast fyrir Trabzonspor í Tyrklandi. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner