Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson fokreiður: Þessi regla er algjört kjaftæði
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace, var bálreiður eftir tap gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Richarlison skoraði sigurmark Everton úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en vítaspyrnudómurinn er afar umdeildur. Lucas Digne skallaði boltann í hendi Joel Ward sem gat ekkert gert til að færa sig frá.

Dómarinn var látinn skoða atvikið aftur á VAR skjánum og neyddist til að dæma vítaspyrnu, þó að skalli Digne hafi verið á leið til Richarlison sem var í rangstöðu.

„Þessi regla er kjaftæði og ég skil ekki hvernig stjórn úrvalsdeildarinnar, dómarar og þjálfarar gátu leyft þessu að gerast. Hún er að skemma þessa íþrótt, það leikur enginn vafi á því," sagði Hodgson að leikslokum.

„Við skiljum ekki hvenær á að dæma vítaspyrnu og hvenær ekki. Þetta er algjört kjaftæði. Ég spái því að leikmenn reyni meira og meira að fiska vítaspyrnur með því að sparka boltanum í hendur varnarmanna.

„Leikurinn í dag var virkilega góður en það var eyðilagt hann með einni dómaraákvörðun. Ég trúi ekki á þessa reglu og það gerir dómarinn ekki heldur. Hann vildi ekki gefa vítaspyrnu en hann varð að gera það því svona eru reglurnar.

„Það er algjörlega ólíðandi að tapa fótboltaleik með þessum hætti. Við spiluðum mjög vel í þessum leik, ég vildi óska þess að ég gæti talað um hversu vel við spiluðum en í staðinn þarf ég að láta í mér heyra útaf ömurlegri reglu sem er að eyðileggja fótboltann."

Athugasemdir
banner
banner
banner