Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. september 2022 08:35
Elvar Geir Magnússon
Prag
Foden að framlengja - Lukaku hyggst ekki snúa aftur
Powerade
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Jurrien Timber.
Jurrien Timber.
Mynd: EPA
Mánudagur er mættur. Það styttist í að landsleikjaglugganum ljúki! Foden, Lukaku, Trossard, Timber, Matic, Kamara og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Manchester City hefur náð munnlegu samkomulagi við Phil Foden (22) um nýjan samning, hann ku vera upp á rúmlega sex ár og að verðmæti 250 þúsund pund á viku. (Football Insider)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (29) áætlar ekki að snúa aftur til Chelsea eftir lánsdvölina hans hjá Inter. Reiknað er með að Inter endurnýji lánssamninginn. (La Gazzetta dello Sport)

Leandro Trossard (27) hjá Brighton segist hafa áhuga á því að fylgja Graham Potter til Chelsea en sé þó ekki tilbúinn að sitja á bekknum. (Het Nieuwsblad)

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk (31) telur að landi sinn Jurrien Timber (21), sem var í sumar orðaður við Manchester United, sé kominn lengra í þróun sinni en hann var á sama aldri. Timber er hjá Ajax. (Manchester Evening News)

Manchester United horfir til enska markvarðarins Jordan Pickford (28) hjá Everton og telur að hann geti komið í stað David de Gea (31). (Metro)

Juventus er tilbúið að gera tilboð í franska framherjann Antoine Griezmann (31) ef Atletico Madrid fær hann ekki alfarið frá Barcelona. (Gazzetta dello Sport, via Mail)

Lisandro Martínez (24), varnarmaður Manchester United, segist ekki hafa hlustað á gagnrýnina sem hann fékk í upphafi tímabils. (TyC Sports)

Leicester City gæti reynt að fá þýska landsliðsmanninn Robin Gosens (28), sem spilar fyrir Inter, í janúarglugganum. Hann getur spilað í vinstri bakverði eða á miðsvæðinu. (FC Inter News)

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic (34) er á góðri leið með að virkja sjálfkrafa framlengingu á samningi sínum við Roma. Hann kom til félagsins í sumar þegar samningur hans við Manchester United rann út. (La Gazzetta dello Sport)

Rangers er tilbúið að selja finnska miðjumanninn Glen Kamara (26) í janúarglugganum. (Football Insider)
Athugasemdir
banner