Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 27. febrúar 2024 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Einkunnir Íslands - Steig upp þegar við þurftum á því að halda
Icelandair
Sveindís klúðraði dauðafæri en bætti heldur betur upp fyrir það.
Sveindís klúðraði dauðafæri en bætti heldur betur upp fyrir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur og Ingibjörg voru góðar.
Hildur og Ingibjörg voru góðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína fann sig ekki alveg en þá er sterkt að taka sigur.
Karólína fann sig ekki alveg en þá er sterkt að taka sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður áfram í A-deild.
Ísland verður áfram í A-deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran sigur gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Ísland verður áfram í A-deild eftir þennan dramatíska sigur.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Telma Ívarsdóttir - 5
Átti vonda sendingu í markinu sem Serbía skorar og var óörugg á köflum. Það hjálpaði ekki en svo greip hún líka vel inn í nokkrum sinnum.

Guðrún Arnardóttir - 5
Ágæt varnarlega en sem áður fyrr þá kemur ekkert frá henni sóknarlega.

Glódís Perla Viggósdóttir - 6
Var traust að venju og lítið út á hana að setja. Stjórnaði varnarleiknum.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Ekki mikið hægt að setja út á Ingibjörgu heldur. Henti sér fyrir hvert skotið á fætur öðru í lokin.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 6
Tók smá tíma að losna við stressið en hún óx inn í leikinn og spilaði vel í lokin.

Hildur Antonsdóttir - 7
Átti ágætis kafla inn á milli en stjórnin á miðjunni var ekki nægilega mikil lengi vel. Vantar ekki baráttuna í þennan leikmann og hún gerði ótrúlega vel í sigurmarkinu.

Alexandra Jóhannsdóttir - 8
Var mjög áræðin og langaði þetta rosalega mikið. Vann marga skallabolta og átti svo frábæra sendingu á Sveindísi í jöfnunarmarkinu.

Hlín Eiríksdóttir - 5
Komst ekki mikið inn í leikinn, eins og í síðustu leikjum. Komst einu sinni í hættulega stöðu í fyrri hálfleik og það hefði getað endað með marki.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 4
Gaf markið með klaufalegri sendingu til baka, en sem betur fer náðum við að snúa leiknum. Viljum fá meira frá henni þar sem hún er það ótrúlega góð í fótbolta. Fann sig ekki í þessum leik en það er gott að vinna þegar algjör lykilmaður í okkar liði er ekki alveg upp á sitt besta.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 9 (maður leiksins)
Mesta hættan í kringum hana en klúðraði einhverju mesta dauðafæri sme ég hef séð. Bætti svo upp fyrir það með flottu marki og frábærri stoðsendingu. Steig upp þegar við þurftum á henni að halda.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 5
Allt í lagi inn á milli og ágætis uppspilspunktur. Að vera sóknarmaður í íslenska landsliðinu er vanþakklátt hlutverk.

Varamenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir - 7
Guðný Árnadóttir - 7
Amanda Andradóttir - 7
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner