Thiago Motta, stjóri Juventus, heldur áfram að gagnrýna sjálfan sig og liðið. Stuðningsmenn Juventus bauluðu á liðið eftir að það tapaði óvænt gegn Empoli í ítalska bikarnum í gær.
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Empoli tryggði sér sigurinn og sló Juventus úr leik í 8-liða úrslitum.
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Empoli tryggði sér sigurinn og sló Juventus úr leik í 8-liða úrslitum.
„Það eru engar afsakanir. Þetta er klárlega mín ábyrgð. Ég skammast mín fyrir að sjá liðið spila svona. Það vantaði hugarfar og það er ómögulegt að finna útskýringar," sagði Motta reiður eftir leikinn.
„Í fyrri hálfleik gáfum við boltann á markvörðinn 20 sinnum og þegar við töpuðum boltanum hættum við bara. Áhorfendur voru of kurteisir við okkur eftir leik, við áttum skilið að fá enn meira baul."
„Það vantaði allan liðsbrag og enginn getur sagt að þeir hafi gefið allt í þetta. Mér líður hrikalega með þetta. Við algjörlega klúðruðum þessum leik."
Athugasemdir