Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 27. mars 2017 16:17
Magnús Már Einarsson
Myndband: Ótrúlegt mark hjá 13 ára íslenskri stelpu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um óvenjulegt mark sem var skorað á yngri flokka móti þar á dögunum.

Feykir.is fjallaði fyrstur íslenskra fjölmiðla um markið.

Marie Jóhannsdóttir, 13 ára, skoraði markið fyrir Styn í vítaspyrnukeppni gegn Sandane í unanúrslitum á fylkismóti Sogn og Fjordane.

Marie er hálf íslensk og á ættir að rekja til Skagafjarðar en faðir hennar er íslenskur.

Markið má sjá hér að neðan en Marie átti þrumuskot sem fór í slána og upp í loftið. Markmaður Sandane hafði ekki frekari áhyggjur af skotinu en boltinn fór síðan með snúningi í netið!

Marie og liðsfélagar hennar unnu leikinn 7-6 eftir vítaspyrnukeppni áður en þær unnu úrslitaleikinn 1-0.

Athugasemdir
banner
banner
banner