Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. mars 2021 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir í hópnum í dag spiluðu við Armeníu fyrir 13 árum síðan
Icelandair
Ragnar Sigurðsson spilaði leikinn 2008 en Eiður Smári, núverandi aðstoðarþjálfari, gerði það ekki.
Ragnar Sigurðsson spilaði leikinn 2008 en Eiður Smári, núverandi aðstoðarþjálfari, gerði það ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már er enn í fullu fjöri.
Birkir Már er enn í fullu fjöri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er orðið ansi langt síðan Ísland og Armenía áttust við á fótboltavellinum.

Samkvæmt vefsíðunni 11v11 hafa þjóðirnar mæst þrisvar sinnum í A-landsliðum karla.

Það voru tvær viðureignir í undankeppni EM 2000. Í Armeníu var niðurstaðan markalaust jafntefli en hér á Íslandi var 2-0 sigur niðurstaðan þar sem Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörk Íslands.

Síðasti leikurinn við Armeníu var hins vegar árið 2008 á æfingamóti á Möltu.

Það var fyrsti sigurinn í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar með liðið en fyrir þann leik hafði liðið tapað gegn Danmörku, Möltu og Hvíta-Rússlandi undir stjórn Ólafs.

Þarna kom fyrsti sigurinn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks náði íslenska liðið góðri sókn sem lauk með því að Tryggvi Guðmundsson skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Gunnar Heiðar var svo sjálfur á skotskónum þegar hann skoraði annað mark leiksins á 72 mínútur.

Það voru tveir leikmenn í liði Íslands sem spiluðu leikinn við Armeníu fyrir 13 árum síðan, sem eru í hópnum í dag. Það eru þeir Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson en þeir voru báðir í byrjunarliði. Þeir tveir hafa spilað stórt hlutverk í frábærum árangri Íslands undanfarin ár.

Byrjunarliðið 2008:

Markvörður: Kjartan Sturluson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðarsson (fyrirliði)

Miðverðir: Atli Sveinn Þórarinsson og Ragnar Sigurðsson

Tengiliðir: Bjarni Guðjónsson, Stefán Gíslason og Jónas Guðni Sævarsson

Hægri kantur: Eyjólfur Héðinsson

Vinstri kantur: Tryggvi Guðmundsson

Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Athugasemdir
banner
banner
banner