Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. mars 2021 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Kwame getur komist áfram - Dzyuba afgreiddi Slóveníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Evrópuhluta undankeppni HM er lokið. Þar höfðu Svartfjallaland og Rússland betur á heimavelli gegn Gíbraltar og Slóveníu.

Þá fór einn leikur fram í Afríkuhlutanum þar sem Kwame Quee lék allan leikinn í markalausu jafntefli.

Kwame leikur fyrir Síerra Leóne sem gerði jafntefli við Lesótó í dag. Jafnteflið er svekkjandi fyrir Kwame og félaga sem geta þó enn komist upp úr sínum riðli með sigri gegn Benín í lokaumferðinni.

Síerra Leóne er búið að gera fjögur jafntefli, þar á meðal tvö gegn Nígeríu, og tapa einum leik - á útivelli gegn Benín.

Lesótó 0 - 0 Síerra Leóne

Í Evrópu skoraði Artem Dzyuba bæði mörkin er Rússland hafði betur gegn Slóveníu.

Dzyuba skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og skömmu síðar tókst Josip Ilicic að minnka muninn.

Slóvenar fengu fín færi til að jafna en inn vildi boltinn ekki og urðu lokatölur 2-1. Liðin mættust í annarri umferð og eru Rússar með sex stig og Slóvenar þrjú.

Þá skoruðu Svartfellingar fjögur í auðveldum sigri gegn Gíbraltar.

Svartfellingar eru með sex stig eftir tvær umferðir. Gíbraltar er án stiga.

Russia 2 - 1 Slovenia
1-0 Artem Dzyuba ('26 )
2-0 Artem Dzyuba ('35 )
2-1 Josip Ilicic ('36 )

Svartfjallaland 4 - 1 Gíbraltar
1-0 Fatos Beciraj ('26 )
1-1 Reece Styche ('30 , víti)
2-1 Marko Simic ('43 )
3-1 Zarko Tomasevic ('53 )
4-1 Stevan Jovetic ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner