Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 27. mars 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn af betri yngri leikmönnum sem Óli Jó hefur þjálfað
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson er einn efnilegasti leikmaður landsins. Þessi 17 ára gamli leikmaður var á föstudaginn í byrjunarliði U21 landsliðsins gegn Portúgal.

Hann kemur til með að fá ágætis hlutverk í liði FH í sumar. Logi getur bæði spilað sem miðvörður og miðjumaður.

Logi hefur vakið áhuga erlendis frá og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að hann muni fara út í atvinnumennsku á einhverjum tímapunkti.

Ólafur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær þar sem hann spjallaði um Loga.

„Ég held að Logi Hrafn verði alltaf atvinnumaður, það er nokkuð ljóst," sagði Óli, en Logi hefur verið að leika inn á miðsvæðinu hjá FH-ingum.

Óli var spurður að því hvort Logi væri einn af betri yngri leikmönnum sem hann hefði unnið með. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er einn af þeim. Það er ágætis kjarni af ungum leikmönnum í FH núna sem eru lofandi. Ég er mjög sáttur við það."

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Vetrarverðlaun og Óli Jó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner