Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mið 27. maí 2020 14:16
Magnús Már Einarsson
David Luiz líklega á förum frá Arsenal í sumar
Allt bendir til þess að David Luiz yfirgefi herbúðir Arsenal þegar samningur hans rennur út í sumar. Sky Sports segir frá þessu í dag.

Arsenal keypti Luiz óvænt frá Chelsea á átta milljónir punda á gluggadeginum í ágúst í fyrra,

Talið var að Luiz hefði gert tveggja ára samning en samningurinn ku einungis vera út júní.

Engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan samning og að sögn Sky Sports eru engar viðræður skipulagðar.

Arsenal þarf að minnka launakostnað vegna kórónaveirunnar og þó að Mikel Arteta, stjóri liðsins, vilji halda Luiz er óvíst hvort það takist.
Athugasemdir
banner