Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 27. júlí 2022 00:25
Brynjar Ingi Erluson
Maciej yfirgefur Leikni og heldur heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maciej Makuszewski hefur yfirgefið Leikni og er á leið aftur til Póllands.

Þessi 32 ára vængmaður lék tólf leiki með Breiðhyltingum í Bestu deildinni í sumar og skoraði eitt mark, í 2-2 jafntefli gegn FH.

Hann á fimm landsleiki fyrir Pólland en náði ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar í Breiðholti.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Leiknis á gluggadeginum. Adam Örn Arnarson gekk í raðir liðsins á láni frá Breiðabliki en Arnór Ingi Kristinsson yfirgaf Breiðholtsliðið og gekk í raðir Vals.

Leiknir hefur tapað tveimur síðustu leikjum í Bestu deildinni, 0-5 gegn KA og 1-4 gegn ÍBV, og situr í fallsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner