mið 27. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fallegt hælspyrnumark Russo - „Beint á Louvre-safnið með þetta"
Alessia Russo skoraði stórkostlegt mark
Alessia Russo skoraði stórkostlegt mark
Mynd: EPA
Enska landsliðskonan Alessia Russo skoraði stórbrotið mark í 4-0 sigri Englands á Svíþjóð í undanúrslitum Evrópumótsins í gær, en hún hefur spilað mikilvæga rullu á þessu móti þrátt fyrir að vera ekki í byrjunarliðinu.

Russo er 23 ára gömul og á mála hjá Manchester United, en hún hefur byrjað á bekknum í öllum fimm leikjum liðsins á mótinu til þessa.

Það hlutverk hefur hentað henni ágætlega reyndar en hún gerði fjórða mark sitt á mótinu í gærkvöldi.

Hún kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og gerði þriðja mark liðsins en það var sérstaklega fallegt. Russo átti skot sem Hedvig Lindahl varði út í teiginn. Russo fékk annað tækifæri og í þetta sinn skaut hún með hælnum og framhjá Lindahl í markinu.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan en þá má líka alveg setja spurningamerki við Lindahl í markinu þó þetta sé listavel gert hjá Russo.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner